
Nýtt greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu tók gildi 1. maí 2017. Breytingarnar eru einhverjar þær mestu sem gerðar hafa verið á þessu sviði í áraraðir. Eftir að ég tók við embætti heilbrigðisráðherra beindi ég þeirri beiðni til Sjúkratrygginga Íslands að taka saman skýrslu þar sem reynslan af greiðsluþátttökukerfinu yrði tekin saman, ári eftir að kerfið var tekið í notkun. Í skýrslu Sjúkratrygginga var meðal annars skoðað hvort breytingar hefðu orðið á notkun heilbrigðisþjónustunnar, áhrif kerfisins á útgjöld sjúklinga í samanburði við gamla kerfið og áhrif breytinganna á útgjöld sjúkratrygginga fyrir heilbrigðisþjónustu. Mbl.is þriðjudaginn 26. júní 2018