Jafnari greiðsluþátttaka

Nýtt greiðsluþátt­töku­kerfi heil­brigðisþjón­ustu tók gildi 1. maí 2017. Breyting­arn­ar eru ein­hverj­ar þær mestu sem gerðar hafa verið á þessu sviði í ár­araðir. Eft­ir að ég tók við embætti heil­brigðisráðherra beindi ég þeirri beiðni til Sjúkra­trygg­inga Íslands að taka sam­an skýrslu þar sem reynsl­an af greiðsluþátt­töku­kerf­inu yrði tek­in sam­an, ári eft­ir að kerfið var tekið í notk­un. Í skýrslu Sjúkra­trygg­inga var meðal ann­ars skoðað hvort breyt­ing­ar hefðu orðið á notk­un heil­brigðisþjón­ust­unn­ar, áhrif kerf­is­ins á út­gjöld sjúk­linga í sam­an­b­urði við gamla kerfið og áhrif breyt­ing­anna á út­gjöld sjúkra­trygg­inga fyr­ir heil­brigðisþjón­ustu. Mbl.is þriðjudaginn 26. júní 2018