Hjartaheill mótmælir lokun Hjartagáttarinnar

líffæragj

Hjartaheill mótmælir harðlega fyrirhugaðri lokun Hjartagáttarinnar í sumar – þetta gengur einfaldlega ekki upp. HJARTAÁFÖLLIN fara ekki í sumarleyfi, og eru óháð tíma, stað eða stund. Smtökin minna á að árlega látast um 2200 Íslendingar, og þar af um 800 eða 36% úr hjarta- og æðasjúkdómum.

Hjartaheill skorar á stjórn Landspítalans, hjúkrunarfræðinga og á velferðarráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, að bregðast við ástandinu og koma þannig í veg fyrir þann hugsanlega skaða sem gæti hlotist af vegna lokunar á Hjartagáttinni.