Golfmót Hjartaheilla 2018

Golfmót Hjartaheilla var haldið í blíðskapar veðri sunnudaginn 12. ágúst s.l. á golfvellinum á Flúðum, Selsvöllur. Nítján spilarar voru skráðir til leiks og var skipt í eitt fjögurra manna lið og fimm þriggja manna lið og spilað Texas Scramble.

Sigurvegarar að þessu sinni var liðið „Hjarta fimmur“ en liðið skipaði Anna Gunnarsdóttir, Friðbjörn Björnsson, Ásgeir Bjarni Ásgeirsson og Björgvin Júlíus Ásgeirsson.

Í öðru sæti var liðið “Hjarta þristar“ en það lið skipaði Sveinbjörn F. Strandberg, Fríða Gunnarsdóttir og Karlotta Jóna Finnsdóttir.

Í þriðja sæti var liðið „Hjarta tvistar“ en það lið skipaði Ásgeir Guðnason, Guðjón Stefánsson og Aðalsteinn Gottskálksson.

Magnús Þórsson hlaut nándarverðlaun á 9 holu en hann var 5, 1 metra frá stönginni.

Stjórn og starfsmenn Hjartaheilla þakka þátttakendum hjartanlega fyrir góða skemmtun og færir um leið starfsfólki Golfklúbbs Flúða, Selsvelli, hjartans þakkir fyrir frábærar móttökur.