
Gísli J. Eyland fæddist í Reykjavík 21. desember 1926. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri 8. júlí 2018.
Gísli bjó fyrstu árin í Reykjavík en fluttist til Akureyrar 11 ára gamall þar sem hann bjó eftir það. Hann hóf störf hjá Pósthúsinu 16 ára gamall og var stöðvarstjóri Pósts og síma frá 1980 þar til hann lét af störfum sjötugur að aldri.
Gísli vann ötullega að málefnum hjartasjúklinga, fyrst sem formaður Félags hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu og svo var hann formaður stjórnar Landssamtaka hjartasjúklinga, sem heita nú Hjartaheill.
Eftirlifandi eiginkona Gísla er Dóróthea J. Einarsdóttir.
Úför Gísla fór fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 19. júlí 2018.
Stjórn og starfsmenn Hjartaheilla senda aðstandendum innilegar samúðarkveðjur og um leið þakka þau Gísla J. Eyland hjartanlega fyrir allt hans góða starf fyrir Hjartaheill.