Heilsufarsmælingar Norðurlandi eystra

SÍBS, Hjartaheill, Samtök lungnasjúklinga, Samtök sykursjúkra, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og viðkomandi sveitarfélög á Norðurlandi eystra þakka öllum þeim hjartanlega fyrir, sem komu í heilsufarsskimanir dagana 27. til og með 30. ágúst 2018.

Er það von okkar allra, sem að þessu stóðu, að ferðin skili þeim árangri sem að var stefnt, en 672 einstaklingar komu í þessar skimanir, sem fram fóru á Vopnafirði, Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópaskeri, Mývatni, Laugar, Grenivík og á Húsavík.