Microlife blóðþrýstingsmælar

Microlife blóðþrýstingsmælar

Hjartaheill hefur notað Microlife blóðþrýstingsmæla við mælingar um allt land undanfarin 17 ár með mjög góðum árangri.

Blóðþrýstingsmælar eru mikið notaðir af hjartasjúklingum og fjölmörgum öðrum til að fylgjast með heilsufari sínu, enda er háþrýstingur oftast einkennalaus en veldur aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum.

Samstarf Artasan, innflutningsaðila mælanna og Hjartaheilla hefur staðið í nokkur ár og auk þess að bæta úr þörf félagsmanna Hjartaheilla fyrir að eignast slíka mæla þá fær Hjartaheill 500,- kr. af hverjum seldum mæli til starfsemi samtakanna.

Mælana er meðal annars hægt að kaupa í apótekum um allt land og í SÍBS Versluninni í Síðumúla 6, Reykjavík.