Jónína Jóhannsdóttir hættir störfum hjá SÍBS.

Jónína Jóhannsdóttir

Föstudaginn 7. desember s.l. lét Jónína Jóhannsdóttir af störfum hjá SÍBS. Að því tilefni var efnt til kaffisamsætis í Síðumúlanum. Þrír fyrrverandi starfsmenn SÍBS Pétur Bjarnason, Helga Marteinsdóttir og Kristín Þóra Sverrisdóttir komu í heimsókn.

Guðmundur Löve framkvæmdastjóri SÍBS þakkaði Jónínu fyrir vel unnin störf hjá happdrættinu og sagði Jónínu þó ekki alveg búna að segja skilið við okkur því hún mun áfram leggja okkur lið við heilsuverkefnið okkar Líf og heilsa.

Hjartaheill þakkar Jónínu hjartanlega fyrir dillandi hláturinn og afar gott samstarf s.l. 13 ár og óskar Jónínu velfarnaðar og að hún njóti eftirlaunaaldursins vel og lengi.