Hjarta – og æðasjúkdómar – yfirlit

Hjarta – og æðasjúkdómar – yfirlit

Hjartakveisa stafar af súrefnisskorti í hjartavöðva, oftast vegna þrengsla í kransæðum. Þessi þrengsli eru að jafnaði á grundvelli æðakölkunar. Sjúkdómurinn varð fyrst algengur upp úr miðri 20. öldinni en einkenni hans hafa þó verið þekkt lengi og til er á ensku rúmlega tvö hundruð ára greinargóð lýsing á sjúkdómnum.

Dæmigerð hjartakveisa er áreynslubundinn brjóstverkur, oftast undir bringubeini sem getur leitt upp í kjálka, út í handleggi eða aftur í bak og líður hjá við hvíld á innan við tíu mínútum. Dæmigert er að Nitroglycerin undir tungu slái fljótt á verkinn. Verknum er og gjarnan lýst sem herpingi eða þrýstingsónotum í brjóstinu. Andleg áreynsla t.d. í tengslum við deilur eða ef sjúklingur reiðist getur líka framkallað hjartakveisu. Þegar sjúklingur er í hvíld er oft lítið að finna við skoðun og hjartarit hans er þá oft alveg eðlilegt. Lesa meira á Doktor.is