Heilsufarsmælingar- hvers vegna og fyrir hvern?

Heilsufarsmælingar- hvers vegna og fyrir hvern?

Einkenni þess að blóðþrýstingur, kólesteról eða blóðsykur eru ekki að mælast eðlileg eru oft lítil eða engin og getur því langur tími liðið þar til það uppgötvast nema með markvissu eftirliti og skimun. Þess vegna ættu sem flestir að láta mæla þessa áhættuþætti með reglulegu millibili og að minnsta kosti árlega eftir því sem árunum fjölgar.

í rannsókn sem Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum og Kristinn Tómasson dr. med. geð- og embættislæknir og yfirlæknir hjá Vinnueftirliti ríkisins gerðu komust þau meðal annars að þeirri niðurstöðu að atvinnurekendur ættu að vera vakandi fyrir því að hvetja starfsmenn sína til heilsusamlegra lífshátta og skapa þeim aðstæður til þess á vinnustað. Lesa meira á Doktor.is 

Höfundur er hjúkrunarfræðingur
Guðrún Gyða Hauksdóttir