SÍBS Líf og heilsa

SÍBS Líf og heilsa

SÍBS og Hjartaheill hafa um margra ára skeið gengist fyrir reglulegum mælingum á blóðþrýstingi og blóðgildum víða um land sem lið í vitundarvakningu um hjarta- og æðasjúkdóma. Samtök sykursjúkra og Samtök lungnasjúklinga tóku þátt í verkefninu frá og með haustinu 2017 sem lið í sínu forvarnarstarfi og þjónustu við landsbyggðina.

Framkvæmdin er á þann hátt að auglýst er að ókeypis heilsufarsmælingar verði á tilteknum stað og stund, svo mæta þeir sem vilja.

Haustið 2016 hófst tilraunaverkefni með framkvæmd mælinga og fyrirlagningu spurningalista í byggðarlögum á Vesturlandi. Heilsugátt SÍBS var tekin í notkun 2017 en þar er haldið utan um niðurstöður mælinga og spurningavagns um lífsstílsþætti sem líklegir eru til að hafa áhrif á heilbrigði. Er þá einkum horft til helstu áhættuþátta glataðra góðra æviára (DALY) skv. skilgreiningum WHO, en spurningarnar teknar að svo miklu leyti sem verða má úr rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga. Með tilurð Heilsugáttar geta þátttakendur nálgast samanburðarniðurstöður í gegnum mínar síður á island.is Lesa meira