Heilablóðfall – bráðastig og endurhæfing

Heilablóðfall – bráðastig og endurhæfing

Hvað er heilablóðfall?

Hér áður fyrr var heilablóðfall oft kallað slag sem lýsir því vel hve snögglega einkennin geta komið. Hugtakið heilablóðfall lýsir truflun á blóðflæði til heilans og sú truflun getur verið afleiðing ýmissa sjúkdóma. Við þetta líða heilafrumur súrefnisskort auk skorts á öðrum nauðsynlegum næringarefnum. Hluti heilafrumanna deyr en starfsemi annarra raskast. Flest heilablóðföll verða vegna lokunar á slagæð til heilans af völdum blóðtappa. Er það nefnt heiladrep. Hins vegar getur heilablóðfall einnig orðið vegna blæðingar inni í heilanum. Þá brestur æð og blæðir inn í heilavefinn eða inn í rýmið umhverfis heilann. Tímabundin einkenni um heilablóðfall geta einni átt sér stað, en þá er talað um skammvinnna blóðþurrð. Skoðum þetta aðeins nánar á Doktor.is