Lokun á opi milli hjartagátta

Op milli hjartagátta

Opi á milli hjartagátta er lokað til að koma í veg fyrir blóðflæði milli gáttanna og minnka þannig hættu á að blóðtappar myndist. Aðgerðin er gerð í svæfingu og tekur 1-2 klukkustundir. Í aðgerðinni er stungið í bláæð í hægri nára og grannur leggur þræddur til hjartans og opinu lokað með hnappi sem komið er þar fyrir. Útskrift er áætluð samdægurs. Heimsóknum aðstandenda þarf að stilla í hóf af tillitsemi við aðra sjúklinga. Lesa meira