
Á síðustu tíu árum hefur áhugi á hjarta- og æðasjúkdómum hjá konum aukist verulega, svo og þekking manna á þessum kvillum. Hvað veldur því? Að hluta liggur skýringin í þjóðfélagslegum þáttum og helsti hvatinn er krafan um jafnræði í umönnun og meðferð. Aðrar skýringar á þessum nýkviknaða áhuga eru aukin vitneskja um að hjarta- og æðasjúkdómar hafa einnig mikil áhrif á líf kvenna stóran hluta ævi þeirra. Ennfremur benda margar tilraunarannsóknir og faraldsfræðilegar rannsóknir til þess að estrógen hafi áhrif á starfsemi hjarta og æðakerfisins og jafnframt að þessir sjúkdómar tengist á einhvern mikilvægan hátt sjálfsofnæmis- og æðasjúkdómum sem leggjast einkum á konur. Meðal þeirra eru Raynauds-einkennið, mígreni og heilkenni X.
Hér verður fjallað um nokkur mikilvæg svið hjarta- og æðasjúkdóma út frá sjónarhóli kvenna.
Fyrir því eru gildar ástæður að við leitumst við að tileinka okkur þessa vitneskju, en jafnframt verður að hafa það hugfast að rannsóknir, greining og meðferð þessara sjúkdóma eru að verulegu leyti eins hvort sem konur eða karlar eiga í hlut. Lesa meira á Doktor.is