Kólesterólhækkun í blóði

Kólesterólhækkun í blóði

Kólesterólhækkun í blóði er í sjálfu sér ekki sjúkdómur en hinsvegar er hún ein aðalorsök æðakölkunar. Það er sérstaklega hið skæða LDL kólesteról sem sest innan á æðarnar og veldur æðakölkun. HDL kólesteról er hinsvegar gagnlegt og veitir vörn gegn æðakölkun ef gildi þess er nógu hátt. Hlutfallið milli LDL og HDL kólesteróls skiptir því máli við þróun æðakölkunar.

Hægt er að draga úr LDL kólesteróli með réttu mataræði og lyfjum einnig er hægt að auka HDL-kólesterólið með hreyfingu og breyttu mataræði. Konur hafa hærra gildi HDL kólesteróls en karlar. Lesa meira á Doktor.is