Hvað felst í Skráargatinu?

Hvað felst í Skráargatinu?

Skráargatið er opinbert samnorrænt merki sem auðveldar neytendum að velja hollar matvörur úr hillum verslana.

Matvörur sem bera Skráargatið verða að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna. Skráargatið auðveldar því neytendum valið á hollari matvörum og þar með að fara eftir opinberum ráðleggingum um mataræði og næringarefni. Lesa meira á vef Embætti landlæknis.