Vildu gera 100 aðgerðir í viðbót en fengu aðeins 7

Vildu gera 100 aðgerðir í viðbót en fengu aðeins 7

Í nýbirt­um töl­um Land­spít­ala kem­ur fram tals­verð fjölg­un þeirra sem eru á biðlista eft­ir aðgerð á hjartaþræðing­ar­stofu spít­al­ans. Hinn 10. apríl síðastliðinn höfðu 365 manns beðið eft­ir aðgerð leng­ur en þrjá mánuði og hafði þeim fjölgað um 5% miðað við sama tíma í fyrra. Hlut­fall sjúk­linga sem beðið hef­ur eft­ir aðgerð á hjartaþræðing­ar­stofu leng­ur en í þrjá mánuði hef­ur auk­ist úr 65% í 77% milli ára. MBL fimmtudaginn 16. maí 2019