Formaður ÖBÍ heimsótti Hjartaheill

Þuríður Harpa

Formaður ÖBÍ heimsótti Hjartaheill

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ heimsótti Hjartaheill 5. júní s.l. Á fundinum var rætt um hin ýmsu mál sem eru á dagskrá Hjartaheilla og ÖBÍ. Er það afar ánægjulegt og vel við hæfi að fá Þuríði Hörpu í heimsókn til aðildarfélaga sinna.

Fundinn sátu að hálfu Hjartaheilla, Sveinn Guðmundsson, formaður, Valgerður Hermannsdóttir, varaformaður og Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri.