Fóðring á ósæð

Eðlileg ósæð er um 2-3 cm í þvermál en getur stundum víkkað og myndað gúl af óþekktum ástæðum. Ósæðargúll er yfirleitt einkennalaus og finnst oftast fyrir tilviljun, en hætta er á að gúllinn rifni og alvarleg blæðing verði. Því er mikilvægt að fylgjast með gúlnum og gera við hann þegar stærð eða lögun gefur til kynna hættu á að hann rifni.

Í vissum tilfellum er hægt að fóðra æðina að innan með stoðneti sem klætt er gerviefni, í stað þess að gera stóra opna aðgerð. Álag á líkamann er minna en við opna aðgerð og dvöl á sjúkrahúsi styttri en á móti kemur að þörf fyrir eftirlit eða myndrannsóknum er tíðara næstu árin og möguleiki á viðbótarinngripum. Meira á vef Landspítalans