Hlauptu, það borgar sig – ég hleyp fyrir Hjartaheill

Hlauptu, það borgar sig – ég hleyp fyrir Hjartaheill

Hjartaheill – íslensku hjartasamtökin voru stofnuð 8. október 1983.

Árlega deyja um 2200 Íslendingar, þar af um 800 úr hjarta- og æðasjúkdómum eða 36% allra sem látast á hverju ári. Hjarta og æðasjúkdómar eru langstærsta dánarorsök Íslendinga!

Hjartaheill eru öflug hagsmunasamtök á sviði heilbrigðismála á Íslandi með stóran og virkan hóp félagsmanna. Hjartaheill er leiðandi í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma.  Markmið samtakanna er að stuðla að bættum lífsgæðum allra landsmanna með eflingu á forvörnum, fræðslu og heilsufarsmælinga fólki að kostnaðarlausu.

Samtökin hafa frá árinu 2000 staðið fyrir heilsufarsmælingum á blóðfitu-, blóðsykurs- blóðþrýstingsmælingum, súrefnismettunarmælingum, gripstyrktarmælingum og boðið fólki að taka þátt í lýðheilsukönnuninni Líf og heils. Hefur þetta framtak mælst afar vel fyrir en mælingar hafa verið gerðar á 224 stöðum um land allt og um 23.050 einstaklingar notið slíkrar þjónustu.

Nú þegar er staðfest að þessar ferðir hafa mikið forvarnargildi og mörgum einstaklingum forðað frá alvarlegum hjartasjúkdómum.

Heimasíða félagsins er hjartaheill.is

Myllumerki félags vegna tengingu við samfélagsmiðla  (#): #hjartaheill  #eghleypfyrirhjartaheill   #fuckheartdisease  #heartsurvivor  #keepyourheartstrong  #fightheartdisease  #loveyourheart   #elskaðuhjartaðþit

Hjartaheill verður með hvtatningarstöð við JL húsið – hvetjum alla þá sem ekki sjá sér fært að hlaupa að koma og hvetja hlaupara með okkur.

Ég hleyp fyrir Hjartaheill