Biðin eft­ir hjartaaðgerð get­ur verið líf­sógn­andi

Biðin eft­ir hjartaaðgerð get­ur verið líf­sógn­andi

Embætti land­lækn­is vakti árið 2018 at­hygli heil­brigðisráðuneyt­is­ins á erfiðri stöðu sem verið hef­ur und­an­far­in miss­eri á gjör­gæslu­deild­um Land­spít­ala og hvernig sú staða hef­ur haft áhrif á aðrar deild­ir, þar á meðal hjarta- og lungna­sk­urðdeild.

Embættið vakti at­hygli á vand­an­um með sér­stöku minn­is­blaði í apríl og í hluta­út­tekt á al­var­legri stöðu á bráðamót­töku Land­spít­al­ans í des­em­ber. Í út­tekt­inni var bent á að ít­rekað hefði þurft að fresta skurðagerðum vegna skorts á legu­rým­um, bæði á gjör­gæsl­um og mörg­um deild­um spít­al­ans.

Í minn­is­blaðinu kom fram að meðalbiðtími eft­ir hjartaaðgerð væri inn­an al­mennra viðmiða, sem eru 90 dag­ar. Á það var bent að bið eft­ir hjartaaðgerð gæti í viss­um til­vik­um verið líf­sógn­andi og jafn­framt að frest­un slíkra aðgerða geti skapað sál­rænt álag á sjúk­linga. Það var staðfest í frétt­um fjöl­miðla í vik­unni í viðtöl­um við lækna og sjúk­ling, sem ekki er treyst til þess að vera heima á meðan hann bíður eft­ir aðgerð. Sjúk­ling­ur­inn hef­ur beðið í 40 daga en mælt er með að slík bið sé ekki lengri en fimm dag­ar. Einnig hef­ur aðgerð verið frestað í þrígang hjá þeim sjúk­lingi.

Land­lækn­ir seg­ir brýnt að bæta við legu­rým­um á gjör­gæslu og seg­ir rót vand­ans skort á hjúkr­un­ar­fræðing­um sem og sjúkra­liðum. Það eigi við á gjör­gæslu­deild­um og fleiri deild­um spít­al­ans. Þá sé ljóst að vax­andi fjöldi ferðamanna skipti máli og hafi haft veru­leg áhrif á starf­semi deild­anna og aðgengi að legu­rým­um þar. Land­lækni er kunn­ugt um að stjórn­völd og stjórn­end­ur Land­spít­ala séu að leita leiða til að efla mönnun en ljóst sé að grípa þurfi til fjölþættra aðgerða, þar á meðal að mennta fleiri auk þess að endurskoða kjör og vinnuskipulag. Á gjörgæsludeildinni við Hringbraut eru 10 rúm en skortur á hjúkrunarfræðingum takmarkar hve mörgum plássum er hægt að halda opnum. Undanfarin ár hefur
mönnun verið að jafnaði fyrir sjö pláss á hvorri gjörgæsludeild Landspítalans. Undanfarna mánuði hefur þurft að draga saman starfsemi og eru nú sex pláss opin á hvorri gjörgæsludeild.

Í minnisblaði landlæknis 2017 kom fram að 54 ósjúkratryggðir erlendir ríkisborgarar hefðu lagst inn á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut og legið þar í 143 daga. Erlendir ríkisborgarar notuðu sama ár 17% af legudögum á báðum gjörgæsludeildum en sú tala hefur hækkað ár frá ári.