Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019 – Hjartaheill, íslensku hjartasamtökin

Hjartaheill, íslensku hjartasamtökin

Hjartaheill, íslensku hjartasamtökinKæri lesandi.
Legðu Hjartaheill lið í baráttunni við hjartasjúkdóm og legðu þitt af mörkum í áheitahlaupi Íslandsbanka. Í gegnum tíðina hafa rúmlega 820 milljónir safnast til fjölda góðgerðarfélaga í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Upphæðirnar smáar sem stórar hafa skipt félögin miklu máli og verið notaðar í mörg þörf verkefni. Þeir sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka geta skráð sig á www.hlaupastyrkur.is og safnað áheitum fyrir gott málefni en á sömu síðu er einnig hægt að heita á hlaupara.

Hjartaheill þakkar öllum þeim hlaupurum sem og þeim sem heita á hlaupara hjartanlega fyrir stuðninginn – án ykkar værum við lítið megnuð í baráttunni við skæðasta sjúkdóm 21. aldarinnar – hjartasjúkdóminn sem leggur flesta að velli en um 800 Íslendingar látast árlega af völdum hjartasjúkdóma á hverju ári eða 36% allra dauðsfalla.

„Hugaðu að hjartanu – þú hefur aðeins eitt“

Þú mátt deila þessu að vild.