Golfmót Hjartaheill 2019

Golfmót Hjartaheill 2019

Golfmót Hjartaheilla var haldið í ágætasta veðri sunnudaginn 11. ágúst 2019 á golfvellinum á Flúðum, Selsvelli. 36 spilarar voru skráðir en 32 mættu til leiks – skipt var upp í átta fjögurra manna lið og spilað Texas Scramble.

Sigurvegarar mótsins að þessu sinni var liðið „Hjarta sjöan“ en það liðið skipaði Gestur Helgason, liðsstjóri, Ólafur Þ. Stefánsson, Eysteinn Marvinsson og Kolbrún Waage og spilaði á 50 höggum.

Í öðru sæti var liðið „Hjarta tvistur“ en það lið skipaði Ragnar Hjörtur Kristjánsson, liðsstjóri, Guðjón Stefánsson, Anna S. Gunnarsdóttir og Kristbjörg Þorvaldsdóttir og spilaði á 51 höggi en síðari níu holurnar réðu úrslitum.

Í þriðja sæti var liðið „Hjarta þristar“ en það lið skipaði Gunnar Þór Jóhannesson, liðsstjóri, Þórhallur Teitsson, Jóna Kristín Gunnarsdóttir og Ásgeir Bjarni Ásgeirsson og spilaði á 51 höggi en átti lakari níu síðari holurnar.

Eysteinn Marvinsson hlaut nándarverðlaun á annari braut en hann var 45 cm frá holunni.

Golfnefnd og stjórn Hjartaheilla þakkar þátttakendum hjartanlega fyrir góða skemmtun og færir um leið starfsfólki Golfklúbbs Flúða, Selsvelli, hjartans þakkir fyrir frábærar móttökur en golfmót Hjartaheilla hefur verið haldið s.l. þrjú ár á golfvellinum á Flúðum.

36 þátttakendur voru skráðir til leiks en 32 spilarar mættu og hefur sá fjöldi aldrei náð þeirri tölu fyrr en nú og erum við hjartanlega þakklát þeim sem mættu á móti sem sýnir þann aukna áhuga á þesskonar þátttöku í félagsstarfi Hjartaheilla.

Hlökkum til að sjá ykkur öll aftur að ári,
golfnefnd Hjartaheilla.

Minnispunktar og myndir: Ásgeir Þór Árnason.

1. sætið
Sigurvegarar mótsins að þessu sinni var liðið „Hjarta sjöan“ en það liðið skipaði Gestur Helgason, liðsstjóri, Ólafur Þ. Stefánsson, Eysteinn Marvinsson og Kolbrún Waage og spilaði á 50 höggum.
2. sætið
Í öðru sæti var liðið „Hjarta tvistur“ en það lið skipaði Ragnar Hjörtur Kristjánsson, liðsstjóri, Guðjón Stefánsson, Anna S. Gunnarsdóttir og Kristbjörg Þorvaldsdóttir og spilaði á 51 höggum en síðari níu holurnar réðu úrslitum.
3. sætið
Í þriðja sæti var liðið „Hjarta þristar“ en það lið skipaði Gunnar Þór Jóhannesson, liðsstjóri, Þórhallur Teitsson, Jóna Kristín Gunnarsdóttir og Ásgeir Bjarni Ásgeirsson og spilaði á 51 höggum en lakari níu síðari hlutanum.