Dagur 2 – Fit&Run 2019

Dagur 2 – Fit&Run 2019

Dagur 2 – Fit&Run 2019 – Líf og heilsa básinn sem samanstendur af SÍBSHjartaheillSamtökum lungnasjúklingaAstma og ofnæmisfélaginu og Verslun SÍBS var vel mannaður í dag.

Heilsufarsmælingar hófust stundvíslega kl. 14:00 og stóðu samfleytt til kl. 19:30.

Félögin þakka öllum þeim fjölda sem komu við í básnum okkar báða dagana, fengu heilsufarsmælingar, versluðu í Verslun SÍBS eða fengu aðra ráðgjöf hjartanlega fyrir komuna þessa tvo daga.

Starfsfólkinu okkar þökkum við hjartanlega fyrir að standa vaktina þessa daga og gera má ráð fyrir að um 550 heilsufarsmælingar hafi verið framkvæmdar þessa tvo daga og óska við hlaupurum velfarnaðar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2019.