Nýtt hjartaþræðingartæki í notkun

Nýtt hjartaþræðingartæki tekið í notkun

Hjartaþræðingardeild Landspítalans fær gjöf frá Jónínusjóðnum

Nýtt hjartaþræðingartæki var tekið í notkun hjá hjartaþræðingardeild Landspítala við Hringbraut í gær. Með því er 11 ára gamalt tæki endurnýjað og hefur deildin nú yfir að ráða þremur fullkomnum þræðingartækjum sem öll hafa verið keypt á síðustu fimm árum. Nýja tækið mun nýtast við fjölþætt inngrip, svo sem kransæðaþræðingar, kransæðavíkkanir, ísetningar á ósæðarlokum og ísetningu gangráða og bjargráða, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landspítalanum. Gjafa- og styrktarsjóður Jónínu S. Gísladóttur styrkti kaupin á tækinu.

Á myndinni sem tekin var við athöfnina í gær eru f.v. Edda Traustadóttir, hjúkrunardeildarstjóri hjartaþræðingar, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðingar, Hlíf Steingrímsdóttir, sviðsstjóri lyflækningasviðs Landspítalans, og Guðmundur Þorgeirsson, læknaprófessor og fulltrúi styrktarsjóðs Jónínu.

Morgunblaðið 14. september 2019