
Laugardaginn 28. september kl. 10:00 verður hjartadagshlaupið ræst. Boðið er upp á 5 og 10 km vegalengdir og er þátttaka ókeypis. Hlaupið verður ræst frá Kópavogsvelli og liggur hlaupaleiðin um Kársnesið. Skráning í hlaupið fer fram á www.netskraning.is, Hlaupið hefst klukkan 10:00 og flögutímataka er í hlaupinu. Notaður verður tímatökubúnaður frá Tímataka.net og verða verðlaun veitt fyrir efstu sæti auk útdráttarverðlauna. Frjálsíþróttadeild Breiðabliks sér um framkvæmd hlaupsins. Þegar úrslit liggja fyrir verður hægt að sjá þau á heimasíðum félaganna, timataka.net og á hlaup.is. Afhending gagna verður í anddyri Fífunnar föstudaginn 27.sept kl 17-19.