Gengið til stuðnings bættri hjartaheilsu

Gengið til stuðnings bættri hjartaheilsu

Haldið upp á Alþjóðlega hjartadaginn um helgina

Gengið var í tilefni Alþjóðlega hjartadagsins í Elliðaárdalnum í gærkvöldi, en hann verður haldinn hátíðlegur á morgun, sunnudag. Gengu þátttakendur um fjóra kílómetra en þátttaka var ókeypis. Í dag verður svo haldið sérstakt hjartadagshlaup, en boðið er upp á 5 og 10 km vegalengdir. Ræst verður frá Kópavogsvelli og munu þátttakendur hlaupa um Kársnesið til stuðnings bættri hjartaheilsu. Hlaupið hefst klukkan tíu. Frjálsíþróttadeild Breiðabliks sér um framkvæmd hlaupsins.

Morgunblaðið laugardaginn 28. september 2019