Segir stjórn SÍBS ekki valda að deilunni

Sveinn Guðmundsson
Formaður stjórnar SÍBS segir stjórnina hvorki hafa átt frumkvæði að nýju skipuriti á Reykjalundi, né uppsögn tveggja stjórnenda þar, en hvort tveggja olli mikilli ólgu. Sveinn Guðmundsson formaður stjórnar SÍBS segist vona að friður ríki nú á Reykjalundi eftir að heilbrigðisráðherra skipaði starfsstjórn. Sem kunnugt er hafa læknar og fleiri starfsmenn gagnrýnt nýtt skipurit og uppsögn fyrrverandi forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga. Einnig ráðningu eftirmanna þeirra, sem reyndar hafa bæði sagt upp.