
Stjórnar- og formannafundur Hjartaheilla fór fram föstudaginn 6. september s.l. í Síðumúla 6, Reykjavík. Að fundarsetningu lokinni veittu formaður og varaformaður Hjartaheilla hjartalæknunum Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttur og Gesti Þorgeirssyni heiðursmerki og heiðursskjal fyrir vel unnin störf í þágu Hjartaheilla, en þau sátu bæði í stjórn hjartaheilla um langt árabil og þjónað skjólstæðingum Hjartaheilla vel og lengi.
Af sama tilefni var formanni Hjartaheilla, Sveini Guðmundssyni og varaformanni Hjartaheilla, Valgerði Hermannsdóttur, veitt heiðursmerki- og heiðursskjal Hjartaheilla.
Óskar stjórn og starfsmenn Hjartaheilla þeim öllum hjartanlega til hamingju með heiðurinn.

