Heiðursmerki- og heiðursskjal Hjartaheilla veitt

Gestur og Þórdís Jóna

Stjórnar- og formannafundur Hjartaheilla fór fram föstudaginn 6. september s.l. í Síðumúla 6, Reykjavík. Að fundarsetningu lokinni veittu formaður og varaformaður Hjartaheilla hjartalæknunum Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttur og Gesti Þorgeirssyni heiðursmerki og heiðursskjal fyrir vel unnin störf í þágu Hjartaheilla, en þau sátu bæði í stjórn hjartaheilla um langt árabil og þjónað skjólstæðingum Hjartaheilla vel og lengi.

Af sama tilefni var formanni Hjartaheilla, Sveini Guðmundssyni og varaformanni Hjartaheilla, Valgerði Hermannsdóttur, veitt heiðursmerki- og heiðursskjal Hjartaheilla.

Óskar stjórn og starfsmenn Hjartaheilla þeim öllum hjartanlega til hamingju með heiðurinn.

Gestur og Þórdís Jóna
Valgerður Hermannsdóttir, Gestur Þorgeirsson, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir og Sveinn Guðmundsson
Valgerður og Sveinn
Valgerður Hermannsdóttir og Sveinn Guðmundsson