Missa af tæki­fær­un­um á net­inu

Missa af tæki­fær­un­um á net­inu

Of al­gengt er að ís­lensk fyr­ir­tæki sinni ekki nógu vel sýni­leika sín­um og markaðsstarfi á net­inu.

„Sum­ir stjórn­end­ur líta jafn­vel á það sem illa nauðsyn að þurfa að halda úti vefsíðu,“ seg­ir Hreggviður S. Magnús­son hjá Pip­ar\TBWA.

Smærri fyr­ir­tæki geta þreifað sig áfram með ýms­um tækj­um og tól­um en stærri aðilar sem leggja háar fjár­hæðir í að virkja netið sem markaðstæki ættu að hafa sér­fræðinga við stjórn­völ­inn, að sögn Hreggviðs. Í veirufar­aldr­in­um hef­ur net­versl­un tekið kipp og aldrei verið mik­il­væg­ara að vinna þessi mál af fag­mennsku.

Morgunblaðið 4. maí 2020