
Of algengt er að íslensk fyrirtæki sinni ekki nógu vel sýnileika sínum og markaðsstarfi á netinu.
„Sumir stjórnendur líta jafnvel á það sem illa nauðsyn að þurfa að halda úti vefsíðu,“ segir Hreggviður S. Magnússon hjá Pipar\TBWA.
Smærri fyrirtæki geta þreifað sig áfram með ýmsum tækjum og tólum en stærri aðilar sem leggja háar fjárhæðir í að virkja netið sem markaðstæki ættu að hafa sérfræðinga við stjórnvölinn, að sögn Hreggviðs. Í veirufaraldrinum hefur netverslun tekið kipp og aldrei verið mikilvægara að vinna þessi mál af fagmennsku.
Morgunblaðið 4. maí 2020