Stefán ráðinn fram­kvæmda­stjóri lækn­inga

Stefán Yngva­son

Stefán Yngva­son hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri lækn­inga á Reykjalund frá 1. júní. Stefán hef­ur verið starf­andi fram­kvæmda­stjóri lækn­inga á Reykjalundi og gegnt starfi for­manns starfs­stjórn­ar Reykjalund­ar frá því í nóv­em­ber eft­ir að deil­ur komu upp inn­an stofn­un­ar­inn­ar.

Stefán er sér­fræðing­ur í end­ur­hæf­ing­ar­lækn­ing­um og hef­ur starfað við end­ur­hæf­ing­ar­lækn­ing­ar frá ár­inu 1988. Stefán á að baka lang­an fer­il sem end­ur­hæf­ing­ar­lækn­ir og stjórn­andi inn­an end­ur­hæf­ing­ar bæði í Svíþjóð og á Íslandi, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu.

Hann hef­ur komið að þróun starf­semi á flest­um sviðum í fag­inu á und­an­förn­um ára­tug­um. Stefán var við stjórn­völ­inn við upp­bygg­ingu end­ur­hæf­ing­ar­deild­ar á Krist­nesi í Eyja­fjarðarsveit.  Hann hef­ur verið yf­ir­lækn­ir á Grens­ás­deild Land­spít­ala á mikl­um um­brota- og breyt­inga­tím­um í starf­semi spít­al­ans. Ásamt því var hann sviðstjóri end­ur­hæf­ing­ar­sviðs spít­al­ans þegar sam­ein­ing Land­spít­ala og Sjúkra­húss Reykja­vík­ur varð að veru­leika.