
Eins og í fyrra verður mótið haldið á Selsvelli Flúðum sunnudaginn 9. ágúst 2020, mæting kl. 12:15 og byrjum að spila kl. 13.00. Í mótslok borðum við heita súpu og brauð hjá Kaffi Seli og veitum verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.
Að venju er spilað 4 manna Texas Scramble og sér mótstjórn um að raða í lið. Reiknast forgjöf liðsins þannig, samanlögð forgjöf liðs deilt með 5, en er þó aldrei hærri en forgjöf þess liðsmanns sem er með lægstu forgjöfina.
Æskilegt er að þátttakendur hafi einhverja reynslu af golfi.
Vinsamlegast skráið þátttöku í skráningarformið Skrá sig hér í síðasta lagi fimmtudaginn 6. ágúst kl. 15:00.
Virðingarfyllst, mótsstjórn Hjartaheilla