Áhrif hreyfingar á heilsu og sjúkdóma

Axel F. Sigurðsson hjartalæknir

Áhrif hreyfingar á heilsu og sjúkdóma
Talið er að skortur á hreyfingu og líkamsrækt sé alvarlegt heilsufarsvandamál víða um heim heim og auki líkurnar á langvinnum lífsstílstengdum sjúkdómum. Lýðheilsuyfirvöld hafa bent á að mikill heilsfarslegur ávinniningur fylgi reglubundinni hreyfingu. Minni líkur séu á að fá hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, langvinna lungnasjúkdóma og sum krabbamein. En hvaða vísindarannsóknir liggja að baki þessum kenningum? Hversu mikið þurfum við að hreyfa okkur til að bæta heilsuna? Hvaða hreyfing er best? Er hugsanlega varasamt að hreyfa sig of mikið?

SIBS blaðið, júní 2020