Alþjóðlegi hjartadagurinn 2020

Hjartadagurinn 2020
Alþjóðlegi hjartadagurinn er haldinn hátíðlegur 29. september ár hvert en það er Alþjóðahjartasambandið (World Heart Federation) sem hvetur aðildarfélög sín um allan heim til að halda upp á Hjartadaginn. Á Íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill um að halda upp á daginn. Í ár verður engin hátíð vegna Covid 19 faraldursins en félögin hvetja einstaklinga til að verða hjartahetjur með því að lofa sjálfum sér og öðrum að vernda hjartað sitt með einföldum breytingum s.s. aukinni hreyfingu og hollu mataræði.