Mikill er máttur félagasamtaka og sjálfseignarstofnana

Landspítalinn
Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri Brákarhlíðar
Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri Brákarhlíðar
María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu
María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu

Mikilvægi frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana í íslenskri heilbrigðisþjónustu er mikið. Á liðnum árum og áratugum hafa sprottið upp kröftug félagasamtök, fyrirtæki og sjálfseignarstofnanir fyrir tilstuðlan einstaklinga sem rutt hafa brautina með sínu baklandi, með sínu félagi, í þágu almannaheilla. Þetta eru rekstraraðilar sem ekki eru í eigu hins opinbera, þar á meðal Rauði krossinn, Hjartaheill, Geðhjálp, Alzheimersamtökin, Krabbameinsfélagið, Samband íslenskra berklasjúklinga, Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda, svo fáein samtök séu nefnd af handahófi. Meðal sjálfseignarstofnana eru t.d. Grund, Hrafnista, Eir, Skjól, Brákarhlíð, Ljósið, Múlabær og fleiri sem ástæða væri til að nefna.

En af hverju er verið að telja hér upp þessi félagasamtök og sjálfseignarstofnanir? Ástæðan er m.a. sú að það gleymist stundum fyrir hvað félagasamtök og sjálfseignarstofnanir standa og hver sé ábyrgð þeirra og hlutverk í tannhjóli heilbrigðisþjónustunnar. Á sama tíma og óhætt er að fullyrða að hún standist allan gæðasamanburð, hvert sem litið væri, gera sér ekki allir grein fyrir hvað það kostar að reka þjónustu sem þessa enda þótt hún sé rekin í samræmi við kröfulýsingar sem heilbrigðisráðuneytið gefur út og eru eðli málsins samkvæmt bundin að lögum og reglugerðum sem gilda um þjónustuna.

„Frjáls félagasamtök sinna daglega gríðarlega mikilvægu starfi í þágu samfélagsins. Styrkirnir sem veittir eru hér í dag eru í senn viðurkenning á því starfi og fjárframlag til að styðja við þá mikilvægu starfsemi sem frjáls félagasamtök sinna í þágu heilbrigðisþjónustunnar.“ Með þessum orðum hitti ráðherrann svo sannarlega naglann á höfuðið og við sem samfélag megum ekki gleyma mikilvægi þess að þakka framlag þessara félaga og stofnana sem hér um ræðir, sem oft upplifa sannan eldmóð og kraft frá nærsamfélagi sínu sem leiðir til enn betri árangurs, meiri samkenndar og góðvildar í garð starfsemi þessara frjálsu félagasamtaka og sjálfseignarstofnana. Við hvetjum því landsmenn alla, líkt og við höfum gert sjálf, til að velta fyrir sér hvar við værum stödd sem samfélag, óháð COVID, ef ekki væri fyrir þessi félagasamtök og sjálfseignarstofnanir. Við megum ekki vanmeta hvað áunnist hefur hér á landi fyrir tilstuðlan þessara frjálsu aðila í heilbrigðisþjónustunni, sem brunnið hafa fyrir viðkomandi málstað.

Mikill er máttur félagasamtaka og sjálfseignarstofnana – höfundar María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri Brákarhlíðar

Ásgeir Þór og Svandís
Ásgeir Þór Árnason framkvæmdastjæori Hkartaheilla og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra við afhendingu styrks til Hjartaheilla