Að lifa með veirunni

Að lifa með veirunni

Líf­töl­fræðing­ur­inn Thor Asp­e­lund er í hringiðu kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Hann er maður­inn á bak við spálíkön, gröf og súlu­rit sem land­inn rýn­ir vand­lega í um þess­ar mund­ir. Thor tel­ur að þjóðin þurfi að venj­ast sam­búð við veiruna í ár í viðbót.

Thor Asp­e­lund kem­ur aðvíf­andi á mynd­ar­legu raf­magns­hjóli einn hroll­kald­an en sól­rík­an haust­dag í vik­unni. Hann spenn­ir af sér hjálm­in­um og læs­ir hjól­inu fyr­ir utan Há­skóla­torg þar sem við höfðum mælt okk­ur mót. Ekk­ert er eins og það á að vera; torgið iðar ekki af blaðskell­andi há­skóla­nem­um held­ur læðist ein og ein mann­vera um gal­tóm­an sal­inn með grímu fyr­ir vit­um. Við inn­gang­inn er boðið upp á grím­ur og spritt og á hverju borði eru hreinsi­klút­ar. Svæðið er lokað af með bönd­um og skilt­um: Lokað vegna Covid. Við náum að kaupa okk­ur kaffi í bók­söl­unni og finn­um af­skekkt horn þar sem ekki er bannað að sitja. Til­gang­ur fund­ar­ins er að kom­ast að því hver þessi maður er; maður­inn sem tal­ar af skyn­semi og yf­ir­veg­un á skjám lands­manna og upp­lýs­ir okk­ur um töl­fræðina á bak við veiruna.

Thor er líf­töl­fræðing­ur, sem er starfs­heiti sem fæst okk­ar hafa hrein­lega heyrt um áður. Líf­töl­fræði er kennd á meist­ara- og doktors­stigi hjá Há­skóla Íslands og veit­ir hag­nýta þekk­ingu á því hvernig töl­fræði er notuð í rann­sókn­um á sviði líf­fræði, erfðafræði, lýðheilsu- og heil­brigðis­vís­inda, og veit­ir einnig sterk­an grunn í töl­fræði og gagna­úr­vinnslu.

Mikið er nú gott að til er fólk sem lagt hef­ur á sig þetta nám, því nú í heims­far­aldri er afar mik­il­vægt að hægt sé að reikna út þetta ólík­indatól sem veir­an er, hvert hún fer, hvernig er best að tækla hana og við hverju við get­um bú­ist. Dr. Thor Asp­e­lund hef­ur hingað til verið maður­inn á bak við tjöld­in, svo að segja, en í heims­far­aldri steig hann fram í sviðsljósið til að halda þjóðinni upp­lýstri, ásamt þríeyk­inu okk­ar góða. Allt til þess að við get­um lifað eins eðli­legu lífi og mögu­legt er á tím­um heims­far­ald­urs.

Ró­leg innitýpa

Thor fædd­ist í New York í upp­hafi árs­ins 1969, þriðja barn Erl­ings Asp­e­lund og Kol­brún­ar Þór­halls­dótt­ur, en á þeim tíma bjó fjöl­skyld­an á Long Is­land.

„Faðir minn var stöðvar­stjóri Loft­leiða á Kenn­e­dy-flug­velli og svo full­trúi for­stjóra inni á Man­hatt­an í Rocke­fell­er Center. Mamma var flug­freyja þar til hún eignaðist börn en hún vann líka um tíma í fín­um búðum inni á Man­hatt­an,“ seg­ir Thor og seg­ir fæðing­arstaðinn út­skýra nafn­gift­ina.

„Það var ekki hægt að nota bók­staf­inn þ í Am­er­ík­unni. Ég átti að heita Þór, en það var ekki hægt og var því skellt í Thor,“ seg­ir hann og bros­ir út í annað.

„Við flutt­um heim stuttu eft­ir að ég fædd­ist þannig að ég missti af því að vera New York-búi. Bræður mín­ir tveir sem eru eldri ólust þar upp til átta og níu ára ald­urs. Ég á einnig eina yngri syst­ur,“ seg­ir Thor.

Eft­ir að fjöl­skyld­an flutti heim tók faðir hans við starfi hót­el­stjóra á Hót­el Loft­leiðum.

„Hann var þekkt­ur fyr­ir það að vera hót­el­stjór­inn; það voru ekk­ert mörg hót­el þá. Við bjugg­um fyrst á Öldu­göt­unni og flutt­um svo þaðan út á Nes þegar ég var tíu ára. Ég lít alltaf á mig sem Vest­ur­bæ­ing. Ég var sett­ur ári á und­an í barna­skóla, því ég var snemma læs og mamma vissi ekk­ert hvað hún ætti að gera við mig. Ég var ekki gott leik­skóla­barn; kannski var ég bara innitýpa,“ seg­ir hann og hlær.

„Ég var mjög mikið inni að leika og var ró­legt barn, en fór auðvitað út í leiki, eins og var gert í þá daga,“ seg­ir hann.

Thor seg­ist ekki hafa haft áhuga á vís­ind­um sem barn.

„Ég hafði strax brenn­andi áhuga á sögu og þá aðallega heims­styrj­öld­un­um. Við vin­irn­ir vor­um mikið í stríðsspil­um, ég og Halli,“ seg­ir hann og á við Har­ald Johann­essen, rit­stjóra Morg­un­blaðsins.

„Sag­an var í fyrsta sæti, en ég var samt alltaf góður í stærðfræði; það lá vel fyr­ir mér. Ég hugsaði ekk­ert út í það að verða eitt­hvað tengt stærðfræði á þess­um árum. Ég man ég var alltaf mjög heillaður af flug­inu, vegna tengsla pabba við Loft­leiðir. Ég hefði al­veg verið til í að verða flugmaður og gekk með þann draum lengi í mag­an­um. Pabbi var líka dug­leg­ur að fljúga en hann átti litla Cessnu. En svo sé ég ekki nógu vel; ég er mjög nær­sýnn. Svo fór lífið bara ekki í þá átt­ina.“

Lék Rómeó í Herranótt

Eft­ir grunn­skóla lá leiðin í Mennta­skól­ann í Reykja­vík og seg­ir Thor að eig­in­lega ekk­ert annað hafi komið til greina, enda höfðu báðir bræður hans fetað þá braut.

„Í mennta­skóla fór ég að hugsa um aðra hluti, eins og menn­ing­ar­starf, og fór líka að hugsa um námið á ann­an hátt, en ég var af­skap­lega hepp­inn með kenn­ara. Ég fékk mik­inn áhuga á leik­list og fór í leik­list­ar­fé­lagið Herranótt. Ég var í tvö ár í Herranótt; seinna árið sem formaður. Þá sett­um við upp Rómeó og Júlíu og lék ég Rómeó,“ seg­ir Thor og bros­ir að minn­ing­unni.

Býr í þér leik­ari?

„Kannski,“ seg­ir hann sposk­ur.

„Leik­ar­inn í mér var þarna. En ég var kannski eitt­hvað feim­inn við að fylgja því svo eft­ir. Þannig að ég fór aldrei í inn­töku­prófið í Leik­list­ar­skól­ann.“

Eft­ir mennta­skól­ann tók há­skól­inn við og hóf Thor nám í raf­magns­verk­fræði og síðar í guðfræði.

„Ég fór smá króka­leiðir, en ég hef alltaf haft áhuga á ýmsu. Ég kláraði eitt og hálft ár í raf­magns­verk­fræði en áhug­inn datt niður og ég var að velta fyr­ir mér hvað ég ætti að gera. Ég þekkti gott fólk í guðfræði og sló til og tók seinni hluta vetr­ar þar. Ég sá fljótt að guðfræðin yrði ekki að ævi­starfi en þetta var heiðarleg skoðun á til­ver­unni og mjög ánægju­leg­ur tími.“

Ertu trúaður?

„Ég pæli mikið í trú og hvað trú þýðir. Það er erfitt að vera trúaður og vera í vís­ind­um, en þetta get­ur vel farið sam­an. Ég er frek­ar að velta fyr­ir mér mögu­leik­un­um af því maður veit ekk­ert; það er ekk­ert í hendi. Ég les mikið um trú­ar­brögð, um kristni og um hinn sögu­lega Jesú. Ég vil ekki taka trú hátíðlega held­ur spá og spek­úl­era. Svo hef ég mjög gam­an af því að fara í kirkju og fer frek­ar oft í messu. Þar er gott að hugsa um lífið og til­ver­una og um leið er það góð hvíld,“ seg­ir Thor.

„Ég er líka mikið í jóga og hug­leiðslu. Þetta get­ur allt farið sam­an.“

Til­vilj­an­ir og töl­fræði

Eft­ir að Thor hafði prófað sig áfram í bæði verk­fræði og guðfræði, hóf hann nám í stærðfræði.

„Ég fann mig strax vel í lík­inda­fræði og töl­fræði og svo al­gebru, sem er frek­ar abstrakt. En ég hafði alltaf áhuga á hag­nýtu hliðinni. Ég fékk ótrú­lega gott tæki­færi sem nemi; svona geta ör­lög­in togað mann í rétt­ar átt­ir. Kjart­an Magnús­son heit­inn hafði kennt mér í MR og þarna hitti ég hann aft­ur, en hann var þá með rann­sókn­ar­verk­efni og vantaði nema. Kjart­an var að rann­saka fiski­stofna fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un með Gunn­ari Stef­áns­syni töl­fræðingi og ég fæ þá þar vinnu við að skoða stofn­stærðir fiska. Mér fannst svo spenn­andi að geta notað stærðfræðina í eitt­hvað hag­nýtt. Svo þegar ég var bú­inn að læra meira í töl­fræði fór ég að vinna að rann­sókn hjá dr. Hólm­fríði K. Gunn­ars­dótt­ur. Hún var að rann­saka krabba­mein vinn­andi kvenna og hvernig það var mis­mun­andi milli stétta. Þar kviknaði áhug­inn á töl­fræði tengdri heil­brigðis­vís­ind­um. Það var til­vilj­un að ég lenti í þess­um tveim­ur verk­efn­um en þarna sá ég hvernig hægt væri að nota töl­fræði í hag­nýt­um verk­efn­um og neist­inn kviknaði. Ég fann þá hvar áhug­inn lá og ákvað að halda áfram í töl­fræði.“

Á há­skóla­ár­un­um kynnt­ist Thor konu sinni, lækn­in­um Örnu Guðmunds­dótt­ur.

„Þar er kom­in enn ein lækna­teng­ing­in,“ seg­ir Thor og bros­ir.

„Og svo er Guðrún syst­ir mín lækn­ir. Og reynd­ar yf­ir­lækn­ir á sótt­varna­sviði hjá Þórólfi. Við erum systkin­in á kafi í að vinna við Covid. Hver hefði spáð því?“

Snemma á tí­unda ára­tugn­um flutti unga parið til Iowa í Banda­ríkj­un­um með ung­an son sinn. Arna hóf sér­nám í innkirtla­lækn­ing­um en Thor byrjaði í meist­ara­námi í töl­fræði. Þar dvöldu þau í góðu yf­ir­læti í sex ár og eft­ir heim­kom­una bætt­ust tveir dreng­ir í hóp­inn.

„Ég tók líka doktors­próf í Iowa á meðan Arna var að klára sína sér­grein. Þarna var ró­legt og gott að vera.“

Thor skrifaði doktors­rit­gerð sína um töl­fræði grein­ing­ar­hæfni í lækn­is­fræði.

„Ég gerði rann­sókn­ir á grein­ing­ar­hæfni mynd­grein­ing­ar, aðallega rönt­gen. Þessi rann­sókn nýtt­ist mér vel seinna meir. Þegar maður lær­ir eitt­hvað nýtt, veit maður ekki hvar það kem­ur til með að nýt­ast.“

Brjálað að gera

Við heim­kom­una hóf Thor störf hjá Hjarta­vernd und­ir hand­leiðslu Vil­mund­ar Guðna­son­ar, for­stöðulækn­is. Þar vann Thor að ýms­um rann­sókn­um og bjó til fjöl­mörg spálíkön.

„Ég er enn að vinna að rann­sókn­um hjá Hjarta­vernd,“ seg­ir Thor en hann er einnig pró­fess­or í töl­fræði.

„Ég fann það strax í mennta­skóla að aka­demískt um­hverfi átti vel við mig. Það er ör­ugg­ur staður til að vera á,“ seg­ir hann og hlær.

Morg­un­blaðið/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir
Thor kenndi fyrst stærðfræði við Há­skóla Íslands og seinna fór hann að kenna hjá Miðstöð lýðheilsu­vís­inda, sem stofnuð var árið 2007, en þar er meðal ann­ars kennd far­alds­fræði.

„Ég kem þá þar inn og byrja að kenna líf­töl­fræði til meist­ara- og doktors­náms. Ég hef farið al­veg í þá átt­ina. Svo kenni ég lif­un­ar­grein­ingu og um spálíkön; aðferðir til að meta hversu lengi fólk lif­ir og áhætt­ur í um­hverfi. Svo kenni ég með hinum kenn­ur­un­um í far­alds­fræði, auk stærðfræði. Þannig að ég er víða,“ seg­ir Thor og seg­ist njóta þess að miðla þekk­ingu til nem­enda sinna.

„Ég tala stund­um svo­lítið hægt þannig að mér er sagt að nem­end­ur mín­ir stilli á meiri hraða þegar þeir hlusta á fyr­ir­lestra mína á net­inu,“ seg­ir hann og hlær.

Thor er með putt­ana í fleiri verk­efn­um.

„Ég er líka með sprota­fyr­ir­tæki sem heit­ir RetinaRi­sk, en þetta er alþjóðasam­starf sem teng­ist syk­ur­sýki og augn­lækn­ing­um. Við erum að þróa app sem stýr­ir því hversu oft fólk fer til augn­lækna og hversu mikla þjón­ustu fólk vill. Málið er að lang­flest­ir þurfa að fara sjaldn­ar til augn­lækna en þeir gera og með þessu er hægt að spara mikið fé í heil­brigðis­kerf­inu. Ég er svo líka formaður skimun­ar­ráðs fyr­ir krabba­mein­um. Þar erum við að móta stefn­ur varðandi skimun á krabba­meini. Land­lækn­ir á frum­kvæði að þessu með skimun­ar­ráðið; hún hef­ur mikla framtíðar­sýn,“ seg­ir Thor og viður­kenn­ir að það sé yfrið nóg að gera.

„Það er brjálað að gera, kannski aðeins of mikið.“

Kenndi Þórólfi töl­fræði

Í miðju viðtali heyr­ast lág­ar drun­ur, bygg­ing­in fer að titra sem end­ar með mikl­um dynk. Há­skóla­torg skelf­ur. Eft­ir að hafa jafnað okk­ur á jarðskjálft­an­um not­um við tæki­færið og skipt­um yfir í mál mál­anna, kór­ónu­veiruna og hlut­verk Thors í sam­fé­lagi sem er í helj­ar­greip­um heims­far­ald­urs.

„Ég var ekk­ert á þessu sviði, far­alds­fræðinni, og grunaði ekki að við ætt­um eft­ir að sjá svona veirufar­ald­ur. Í fe­brú­ar, rétt áður en veir­an kom hingað, fannst konu minni að ég þyrfti að fara að spá í þetta. Ég hugsaði þá: Hvað er ég að trana mér inn á þetta svið?“ seg­ir hann og hlær, en er nú löngu kom­inn á kaf í vinnu á þessu sviði.

Í ljós kem­ur að Thor þekkti Þórólf Guðna­son vel áður.

„Þórólf­ur sótt­varna­lækn­ir tók doktors­próf í lýðheilsu hjá okk­ur og þekk­ir okk­ur vel. Það er gam­an að vinna með hon­um og ég kenndi hon­um töl­fræði. Hann var frá­bær nem­andi, það er ekki að spyrja að því,“ seg­ir hann kím­inn.

„Þórólf­ur hafði sam­band við okk­ur í byrj­un mars og vildi hitt­ast til að spá í mál­in. Við hitt­umst svo og ákváðum að það þyrfti að meta fram­gang far­ald­urs­ins og ekki síst að hafa ein­hvers kon­ar hug­mynd um hvaða álag hann hefði á heil­brigðis­kerfið. Það var alltaf fókus­inn; álagið á heil­brigðis­kerfið. Þá var reynsl­an kom­in frá Kína að far­ald­ur­inn færi upp og niður í bylgj­um. Þeir reynd­ar hömruðu þetta niður með svaka­lega hörðum aðgerðum. Við vor­um sann­færð um það þá, og erum enn, að það væri hægt að halda þessu niðri með aðgerðum, en þær þyrftu að vera nokkuð stíf­ar. Svo þegar þetta gekk niður hér í fyrstu bylgju, þá var þetta svo­lítið eins og í Kína. Þetta fór hratt upp og hratt niður, en við tók­um mjög ákveðið á þessu sem þjóð í fyrstu bylgju. Þá hugsaði fólk, bæði hér og ann­ars staðar á Norður­lönd­um, að það yrði jafn­vel ekki önn­ur bylgja, eða þá ein­ung­is litl­ar,“ seg­ir hann.

Thor seg­ir það ekki hafa verið mark­mið að að spá fyr­ir um næstu bylgju.

„Það var reynd­ar búið að spá því fyr­ir okk­ur hjá Im­per­ial Col­l­e­ge í London. Þeirra hug­mynd var að fyrsta bylgj­an væri stærst og svo kæmi minni haust­bylgja. Þess vegna vor­um við svo­lítið hissa þegar önn­ur bylgj­an kom í lok júlí, en hún varð ekki neitt neitt. Svo þarf oft ekki nema smá óheppni, eins og stórt hópsmit, til að breyta hlut­um eins og gerðist núna í haust. Í sept­em­ber var meiri hreyf­an­leiki í þjóðfé­lag­inu og það er eins og þegar maður kveik­ir lít­inn neista, þá get­ur orðið bál. Þeir hjá Im­per­ial Col­l­e­ge spá svo fjórðu bylgju um jól­in,“ seg­ir Thor.

„Kannski þurf­um við bara að bú­ast við því og und­ir­búa okk­ur með það í huga, svo það þyrfti mögu­lega ekki að loka öllu aft­ur. Er hægt að hugsa jóla­hlaðborðin þannig að fólk smit­ist ekki? Ég veit það ekki.“

Hópsmit skekkti mynd­ina

Thor fann sig fljótt í vor á bólakafi í vinnu fyr­ir sótt­varna­lækni og stend­ur sú vinna enn yfir.

„Við höf­um unnið í þessu jafnt og þétt, en við erum fáliðuð. En við erum mjög hepp­in með fólk og nem­arn­ir okk­ar í töl­fræði og stærðfræði eru frá­bær­ir. Það þurfa svo marg­ir að koma að þessu; og fleiri en far­alds­fræðing­ar og líf­töl­fræðing­ar.“

Morg­un­blaðið/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir

Thor hef­ur búið til spár sem lýsa því hvernig far­ald­ur­inn hegðar sér, en eins og með aðrar spár, ræt­ast þær ekki alltaf. Fjöldi smitaðra nú í októ­ber var meiri en spáð hafði verið.

„Það var stórt hópsmit í hne­fa­leika­stöðinni í Kópa­vogi sem skekkti mynd­ina. Svona er erfitt að sjá fyr­ir,“ seg­ir hann og nefn­ir að í spálíkani er ekki gert ráð fyr­ir frá­vik­um, eins og hópsmiti.

„Við erum að bregðast við þessu og sjá­um að þessi bylgju­hugs­un á kannski ekki við ástandið núna. Við sjá­um ekki núna að við séum að ná að sigra þetta, eins og í fyrstu bylgju, held­ur að halda þessu niðri. Þetta verða mis­stór­ar bylgj­ur og stund­um tök­um við ekki eft­ir að það sé bylgja ofan í bylgju. Við erum að bakka svo­lítið núna því við sjá­um að við get­um ekki verið að spá svona með þess­um hætti leng­ur held­ur þurf­um við að líta til skemmri tíma í senn. Við erum búin að stytta spár niður í tíu daga; þetta er eins og tíu daga veður­spár. Við sætt­um okk­ur við það að þetta er orðið flókn­ara.“

Ertu svekkt­ur þegar spárn­ar klikka?

„Það er eig­in­lega ekki hægt að segja að þær klikki. Ef við náum að halda far­aldr­in­um niðri eins og að hlut­irn­ir séu und­ir stjórn, þá mun far­ald­ur­inn ganga svona. Það gerðist í fyrstu og ann­arri bylgju en svo ekki núna. En það er vís­bend­ing; það bilaði eitt­hvað hjá okk­ur. Svona hópsmit set­ur okk­ur af leið. Það brást eitt­hvað í um­hverf­inu. Spálíkanið seg­ir okk­ur bara hvað hefði gerst ef allt hefði verið und­ir stjórn,“ seg­ir hann og lík­ir þessu við vaxt­arkúrfu barna.

„Börn vaxa eft­ir kúrf­unni. Þegar við sjá­um barn fara út af leið er ekk­ert að vaxt­arkúrf­unni, held­ur átt­um við okk­ur á því að þarna þarf að grípa inn í hjá þessu barni.“

Að setja okk­ur þol­mörk

Annað sem Thor vinn­ur að í far­aldr­in­um er að reikna út smitstuðul veirunn­ar, sem þýðir hversu marg­ir ein­stak­ling­ar smit­ast út frá einni mann­eskju.

„Þá reikn­um við út hraðann á smit­um. Hvort það séu að grein­ast óvenju­mörg smit. Við erum að fara meira inn á þá braut að gefa upp­lýs­ing­ar um smitstuðul­inn, en gef­um líka út spá um fjölda. Ef smitstuðull­inn er hár, seg­ir það manni að þetta er að fara mjög hratt um,“ út­skýr­ir Thor.

Sem líf­töl­fræðing­ur, hvernig sérðu þetta fyr­ir þér enda?

„Ég hef áhyggj­ur af því að það sé langt í land. Við eig­um eft­ir að fá bólu­efni og svo á eft­ir að dreifa því. Við verðum ekki kom­in með hlut­ina í lag fyrr en seint á næsta ári. Ég spái því. Þess vegna verðum við að fara að hugsa hlut­ina öðru­vísi. Mögu­lega verðum við að setja okk­ur mark­mið með það fyr­ir aug­um að það verði alltaf ein­hver smit. Við þurf­um að ákveða hvað við þolum mörg smit; setja okk­ur þol­mörk. Það geng­ur vel hjá spít­al­an­um núna að halda utan um þetta,“ seg­ir hann.

„Smitrakn­ing­in verður líka að halda í við far­ald­ur­inn. Það er lyk­il­atriði. Við erum alltaf að læra bet­ur á þetta. Hvernig er hægt að halda skól­um opn­um? Það er erfið til­hugs­un að halda skól­um lokuðum fram á vor. Eins með íþrótt­ir, við vit­um hvað það ger­ir börn­um gott að vera í íþrótt­um. Við þurf­um kannski að sætta okk­ur við smit á ákveðnum fjölda og grípa svo inn í ef fjölg­ar of mikið.“

Hvað með að loka öllu al­gjör­lega í tvær vik­ur og drepa al­veg niður veiruna?

„Ég hef áhyggj­ur af því að hún laumi sér alltaf inn aft­ur, ein­hvern veg­inn. Ég held að það sé ekki hægt að stoppa þetta. Við þurf­um frek­ar að taka þá stefnu að lifa með aðgerðum gegn veirunni. Fram á næsta sum­ar.“

Thor nefn­ir að smitrakn­ing og sótt­kví sé að skila góðum ár­angri.

„Með því tök­um við ansi marga út fyr­ir sviga sem hefðu ann­ars smitað aðra, þannig að í heild­ina er smitstuðull­inn lægri. Þeir sem eru í sótt­kví eru ekki að smita. Þetta er grund­vall­araðgerð, ann­ars vær­um við búin að missa tök­in.“

Stefn­um í nýj­ar átt­ir

Hef­urðu gert ein­hverja út­reikn­inga um mátt sótt­varna, eins og grímu­notk­un?

„Já, nú er ein­mitt verk­efnið að taka nýja stefnu. Nú hef­ur safn­ast sam­an reynsla síðustu mánaða, frá mörg­um lönd­um. Hvaða aðgerðir hafa verið notaðar og hvernig smit­in breytt­ust í takt við það. Til að geta gert eitt­hvað vit­rænt eru menn núna að rann­saka hvaða aðgerðir virka best. Það er stund­um erfitt að toga þær í sund­ur, því að marg­ar aðgerðir eru í gangi á sama tíma. Við erum að reyna að finna út hvaða sam­setn­ing­ar virka best; get­um við sleppt ein­hverju? Get­um við haft grímu­skyldu og þá farið í fimm­tíu manna hópareglu? Eða er það samt ekki nógu gott? Get­um við haft opna skóla? Vinnustaði? Þetta verk­efni er núna að fara á flug. Við erum að vinna þetta með finnsk­um fræðimanni í Banda­ríkj­un­um og ætl­um að vera þar í sam­floti með að vega og meta áhrif aðgerða. Við erum að finna góðar sam­setn­ing­ar á aðgerðum sem við get­um sætt okk­ur við. Þá get­um við vegið og metið nokkra mis­mun­andi kosti. Ég er að fara af stað að rann­saka þetta núna. Við stefn­um í nýj­ar átt­ir,“ seg­ir Thor.

„Það er mjög erfitt að finna ein­hverja eina leið núna sem virk­ar, en finnska mód­elið komst mjög fljótt að þeirri niður­stöðu að við eig­um bara að vera heima. Fólk á bara að halda sig heima. Við höf­um aldrei reynt þá leið, eins og hef­ur verið prófað á Spáni og fleiri stöðum. Það kýl­ir niður far­ald­ur­inn, en við hljót­um að geta rann­sakað hvort hægt sé að skipta út ein­hverj­um mögu­leik­um í staðinn fyr­ir þenn­an. Það er það sem þess­ar rann­sókn­ir bein­ast að.“

Ekki með í næsta far­aldri

Þú nefnd­ir að fjórða bylgj­an myndi skella á um jól­in. Verður hún jafn slæm og sú þriðja?

„Það er ómögu­legt að segja. Það er hreyfi­leik­inn í þjóðfé­lag­inu sem set­ur allt af stað og þá er hætt­an fyr­ir hendi. Við höf­um verið að rann­saka þetta í líkana­gerð, þenn­an hreyfiþátt. Hann er al­gjör áhrifa­vald­ur.“

Er fólk þá of mikið á ferðinni?

„Já, það var það. Við erum núna minna á ferðinni og erum núna líka með grím­ur. Kannski get­um við ráðið við þetta um jól­in ef við hugs­um þetta fyr­ir­fram. Við verðum að gera það, ekki vill maður hafa allt lokað um jól­in.“

Burt­séð frá leiðind­um veirunn­ar, hef­ur þetta ekki verið spenn­andi verk­efni fyr­ir líf­töl­fræðing?

„Jú, og sér­stak­lega eru þetta spenn­andi tím­ar fyr­ir sam­starf á milli fagsviða. Það eru alls kyns mögu­leik­ar að birt­ast okk­ur og þetta er nokkuð sem við þurf­um að kunna. Þetta fag, far­alds­fræði smit­sjúk­dóma, var svo­lítið að gleym­ast af því að far­aldr­ar komu ekki mikið til Íslands, þeir voru oft í fjar­læg­um lönd­um. En þetta er ekk­ert síðasti far­ald­ur­inn. Segj­um að það kæmi ann­ar heims­far­ald­ur eft­ir tíu ár, þá verður unga fólkið sem er að vinna að þessu núna fljótt að bregðast við og það er mik­il­vægt að vinna í sam­starfi við önn­ur lönd. Þá verð ég eldri og verð ekk­ert með í því, nema mögu­lega sem ráðgjafi,“ seg­ir Thor og bros­ir.

„Þegar bólu­efnið kem­ur sný ég mér að öðru og þá tek­ur ein­hver ann­ar við. Ég ætla ekki að vera í næsta far­aldri, það er al­veg á hreinu. Ég á það samt til að segja alltaf já þegar ég er beðinn um eitt­hvað.“

Morgunblaðið laugardaginn 24. október 2020