Velferð blað Hjartaheilla – Landssamtaka hjartasjúklinga

Í þessu fylgiblaði Fréttablaðsins er fjallað um málefni Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga.

Í þessu fylgiblaði Fréttablaðsins er fjallað um málefni Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga.

Í þessu fylgiblaði Fréttablaðsins er fjallað um málefni Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga.
Í þessu fylgiblaði Fréttablaðsins er fjallað um málefni Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga.

Samtökin hafa það að markmiði sínu að styðja að gengi allra framfaramála er varða mannshjartað.
Hverju nafni sem það nefnist; vekja athygli á málaflokknum – stuðla að menntun, sinna og hlúa að meðferð og eftirmeðferð hjartasjúklinga, auka lífsgæði sjúklinga og síðast en ekki síst fræða almenning um eðli sjúkdómsins, mikilvægi lækninga og meðferðar á honum. Samtökin Hjartaheill eru sjálfstæð lýðheilsusamtök, hugamannasamtök. Eitt meginverkefni þeirra er að safna fjármunum til viðfangsefna í þessum tilgangi. Á stjórn félagsins jafnan í stöðugu samtali við stjórnvöld og óteljandi aðra áhugasama aðila til þess. En það eitt dugar ekki alltaf og er oft leitað ásjár almennings.

Áherslur Hjartaheilla hér í þessu fylgiblaði Fréttablaðsins, snúast einkum um skyndileg hjartaáföll og viðbrögð við þeim. Þau mál eru ótrúlega viðkvæm og erfið úrlausnar. Mínútur, jafnvel sekúndur geta skipt máli, það er hvort sá sem fær skyndilegt hjartaáfall heldur lífi eða heilsu sinni. Viðbragðið skiptir hreinlega öllu.

Það er einmitt viðbragðið sem Hjartaheill vill taka hér til umræðu. Við viljum benda á að auknar og betri upplýsingar eru aðeins upphafið. Ganga þarf til verks hvað varðar fræðslu um hjartahnoð og hjartastuðtæki. Tryggja þarf aðgengi til víðtækrar kennslu um hjartahnoð og hjartastuðtæki þurfa að vera aðgengileg í daglegu lífi, hvar sem er. Hér er viðfangsefni sem Hjartaheill vill takast á við.

Hjartaheill leitar eftir stuðningi samfélagsins, almennings og fyrirtækja um samstöðu í þessu mikilvæga verkefni.

Það að verða skyndilega veikur er alvarlegt mál, en það vekur margan góðan manninn. Við stjórnum ekki slíku óvæntu áfalli frekar en náttúruöflunum. Við getum aðeins treyst á það besta sem til staðar er, frábært heilbrigðisfólk sem hjálpar okkur til að ná heilsu og gerir sitt besta til þess að hlúa að okkur. Ekki förum við að rífast við rigninguna eða snjókomuna. Að vera nálægt náttúrunni, sleppa tökunum og reyna ekki að stjórna því sem við fáum ekki ráðið við, að vera þakklát fyrir að vera á lífi er góð byrjun. Þvílík gjöf. Að njóta líðandi stundar er það sem skiptir máli. Augnablikið er fullkomið.

Lesa blaðið

Með hjartans kveðju.
Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla.

HJARTAHEILL stendur nú að söfnun til fjármögnunar á fræðslu- og forvarnarverkefnum í málefnum endurlífgunar.
HJARTAHEILL leitar til almennings og fyrirtækja í landinu um stuðning við þessi verkefni sín.

Stuðning þinn getur þú veitt:

Með greiðslu í heimabanka, kr. 3.500 eða meira eða minna.
Með millifærslu á reikning: 0513 26 1600, Kennitalan er: 511083 0369.
Með hringingu í síma 903 7100 styrkir þú verkefnið um 3.500 kr.
Með því að greiða valgreiðslur í heimabanka.