Staðsetning og merking skiptir öllu

Staðsetning og merking skiptir öllu
Staðsetning og merking skiptir öllu
Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir mjögmikilvægt að fólk kunni að nota hjálpar-
tæki, eigi auðveltmeð að finna þau og hafi greiðan aðgang að þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR AR

Staðsetning hjartastuðtækja og merkingar fyrir þau geta skipt höfuðmáli varðandi hvort þau koma að gagni í neyð eða ekki. Tækin þurfa að vera til staðar, vel merkt ogmjög aðgengileg.

Það hefur oft verið sagt að það sé ekki nóg að vita af hjálpar- tækjum, það þurfi líka að vita hvernig eigi að nota þau. Það á ekki síst við um bæði síma og hjartastuðtæki, segir Tómas Gísla-
son, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Hann segir ekki nóg að vita að það eigi að hringja í 112 ef komið er að einstaklingi í hjartastoppi, það þurfi líka að muna að hringja áður en nokkuð
annað er gert.

Hringja fyrst, hjálpa svo
„Við þreytumst seint á að segja að fyrst þurfi að hringja, svo að aðstoða. Ef komið er að einstakl- ingi í hjartastoppi er nauðsynlegt að byrja á að hringja í 112 til að
tryggja að hjálp sé á leiðinni og í framhaldi þarf að fara í aðgerðir sem hámarka líkurnar á því að sjúklingurinn lifi hjartastoppið af,“ segir Tómas.Hann bendir á að þeir sem lendi í hjartastoppi
deyi af súrefnisþurrð á tiltölulega skömmum tíma, aðeins nokkrum mínútum.

„Með hjartahnoðimá hins vegar lengja þennan tíma tölu- vertmikið,“ segir Tómas. „Það er samt ólíklegt að hjartahnoð komi hjartanu af stað aftur.Hjarta- stuðtæki gera það hins vegar, sé
stoppið af því tagi.“

Tómas segir ferlið einfalt.
„Þegar hringt er íNeyðarlínuna í síma 112 vegna hjartastopps fer neyðarvörður okkar í að sjá til þess að þeir sem þegar eru á vettvangi grípi til réttra aðgerða til að hefja
endurlífgun,“ segir hann. „Bráð- nauðsynlegt er að koma súrefni upp í heila ámeðan beðið er eftir að sjúkraf lutningamenn komi á staðinn. Efst á lista er að koma sjúklingi fyrir á hörðu undirlagi
og hefja hnoð og ef til vill blástur í kjölfarið. Ef vitað er um hjarta- stuðtæki í nágrenninu er sjálfsagt að senda einhvern eftir því, séu f leiri á vettvangi.“

Þörf á skýrum merkingum
Tómas bendir á að það sé ekki nóg að vita af gagnsemi hjartastuð- tækja, þau þurfi að vera til staðar og staðsetning þeirra velmerkt.

„Hjartastuðtæki ættu að vera úti um allt og sýnilegamerkt. Hér á landi hef ég séðmerkimiða sem eru kannski tíu sentimetrar á kant, sem er alltof lítið og í því uppnámi
sem getur skapast á vettvangi getur það kostað dýrmætan tíma að sjá ekki tækið,“ segir hann. „Víða erlendis eru skiltin semmerkja hjartastuðtæki allt aðmetri á kant. Þannig eru þau sýnileg um leið og litið er í kringum sig og þannig ætti það alltaf að vera.“

Ætti að vera skyldubúnaður
„Mér þætti ekki óeðlilegt að sveitarfélög í dreifðari byggðum hlutuðust til um að hjartastuðtæki væri aðgengilegt á öllum helstu samkomustöðum, svo sem versl- unum, veitingahúsum, söfnum
og sundstöðum,“ segir Tómas. „Í öryggisleiðbeiningum Umhverfis- stofnunar fyrir sundstaði er til að mynda tilgreint að hjartastuð- tæki séu æskilegur búnaður, en ég myndi vilja taka dýpra í árinni og segja að þau ættu að vera skyldu- búnaður, aðminnsta kosti alls staðar þar sem reiknamámeð að viðbragð sjúkrabíls sémeira en tíu mínútur.“

Til staðar, velmerkt og aðgengilegt
Tómas bendir á að endurlífgunar- ráð Bretlands hafi gert rannsókn á því hvaða skilaboð þurfi að setja á skilti sem auglýsa stað- setningu hjartastuðtækja til að lækka þröskulda almennings fyrir
notkun þeirra.
„Niðurstaðan var sú að þar þurfi að sjástmeð skýrum hætti að allir geta notað hjartastuðtæki og þjálfun sé alls ekki nauðsynleg,“ segir hann. „Einungis þurfi að fylgja leiðbeiningum, enda sé
tækið einfalt í notkun og eigi að nota þegar einstaklingur ermeð- vitundarlaus og andi ekki eðlilega.

Staðsetning hjartastuðtækja og skiltanna sem vísa til þeirra geta ráðið úrslitum um hvort þau komi að gagni eða ekki. Tækin þurfa fyrir það fyrsta að vera til staðar, í öðru lagi velmerkt og í þriðja lagi aðgengileg,“ segir Tómas. „Þannig
festist staðsetning þeirra í undir- meðvitund þeirra sem nota rýmið reglulega og þegar neyð kemur upp gengur allt fumlaust fyrir sig og þá er vonandi hægt að bjargamanns-
lífum, þar sem hvermínúta getur

HJARTAHEILL stendur nú að söfnun til fjármögnunar á fræðslu- og forvarnarverkefnum í málefnum endurlífgunar.
HJARTAHEILL leitar til almennings og fyrirtækja í landinu um stuðning við þessi verkefni sín.

Stuðning þinn getur þú veitt:
Með greiðslu í heimabanka, kr. 3.500 eða meira eða minna.
Með millifærslu á reikning: 0513 26 1600, Kennitalan er: 511083 0369.
Með hringingu í síma 903 7100 styrkir þú verkefnið um 3.500 kr.