Gerðu heiminn örlítið betri – VÍS

Samfé­lags­sjóður VÍS
Líf- og sjúk­dóma­trygg­ingar VÍS
Líf- og sjúk­dóma­trygg­ingar VÍS

Við erum hreyfiafl
Við styðjum heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þar leggjum við áherslu á þá málaflokka sem við getum haft mest áhrif á ─ og eru mikilvægir fyrir kjarnastarfsemi okkar. Við styðjum til dæmis heimsmarkmið númer þrjú sem beinir kastljósinu sínu að heilsu og vellíðan. Við leggjum því sérstaka áherslu á öflugar forvarnir í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar, samfélaginu til heilla.

Þess vegna hafa viðskiptavinir VÍS nú val um að styrkja góð málefni þegar þeir kaupa líf- og sjúkdómatryggingar á netinu. Fyrir hverja milljón, sem viðskiptavinur velur í tryggingarfjárhæð, fara 1.000 krónur til góðgerðarfélagsins. Viðskiptavinir okkar hafa því val um að styrkja gott málefni, þeim að kostnaðarlausu. Styrkurinn kemur frá VÍS.

Valið stendur á milli þriggja góðgerðarfélaga: Krafts, Hjartaheilla og MS-félagsins.