Hjartastopp gerir ekki boð á undan sér

Hjartastopp gerir ekki boð á undan sér

Þegar fólk fær hjartastopp skiptir hver mínúta máli. Gott aðgengi að hjartastuðtækjum er því mikilvægt. Eigendur hjartastuðtækja eru hvattir til að skrá tækin sín í þar til gert smáforrit/app.

Donna er leiðandi fyrirtæki í sölu á búnaði til á slösuðum. Ólafur Magnússon, stofnandi Donnu, telur að 2.000 tæki séu til í almenningseign hér á landi.
„Þegar maður fær hjartastopp er mikilvægt að stuða hann sem allra fyrst. Markmiðið er að reyna að stuða viðkomandi á innan við þremur mínútum. Þegar menn fara í hjartastopp missa þeir meðvit­ und á um f imm sekúndum. Ef það tekst að stuða þá á fyrstu þremur mínútunum eru um 70% líkur á að þeir útskrif ist af sjúkrahúsi í nokkuð góðu standi,“ segir Ólafur.

Hann segir skyndilegt hjarta­stopp oftast vera af völdum takttruf lana í hjartanu.
„Sleglaf lökt er algengasta orsökin en rafstuð er eina þekkta meðferðin við því. Um það bil 80% af hjartastoppum er af völdum takttruf lana. Þegar hjartastuðtækið er notað og rafstraumurinn sendur í gegnum hjartað þá getur hann komið hjartanu aftur í eðlilegan takt,“ útskýrir Ólafur.

Þar sem hver mínúta skiptir sköpum segir Ólafur mikilvægt að aðgengi að hjartastuðtækjum sé gott. Hjartastopp geri oft ekki boð á undan sér og sé ekki háð fólki í áhættuhópi.
„Þetta kemur ekki bara fyrir gamla karla. Við höfum séð íþróttamenn sem stunda æf ingar daglega detta niður á fótbolta­ vellinum. Við getum aldrei vitað hvenær þetta kemur fyrir,“ segir hann.

Ólafur segir að stórir vinnustaðir séu margir komnir með tæki. Auk þess eru tæki frá Donnu í öllum lögreglubílum á landinu og sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, stærri skip og bátar eru flest komin með tæki.

„Við höfum líka selt tæki til einstaklinga. Sérstaklega í sumarbústaði. Ef þú færð hjartastopp uppi í sumarbústað áttu litla möguleika á að lifa það af ef það er ekki hjartastuðtæki við hendina. Hjartastuðtæki kostar bara svipað og sæmilega gott grill.“

Hjartastuðtækin sem Donna selur tala skýra og góða íslensku og leiðbeina fólki með hvað það þarf að gera. Framan á þeim eru líka tákn sem blikka til að leiðbeina fólki.

„Það hefur verið prófað að láta börn fá svona tæki og þau gátu farið mjög auðveldlega í gegnum þau. Þau voru hálfri mínútu lengur en fullorðinn maður að átta sig á hvernig tækin virka,“ segir Ólafur. Hann bætir við að þó sé ráðlegt að allir læri hvernig eigi að bregðast við hjartastoppi, bæði með hjartahnoði og notkun á stuðtæki.

App
Appið Cisali

Donna er í samvinnu við stofn­ un sem heitir Citizens Save Lives. Það er óháð stofnun sem samanstendur af fólki sem vill bjarga mannslífum. Stofnunin er með vefsíðuna citizenssavelives.com en þar inni geta allir skráð hjarta­stuðtækin sín. Í dag eru skráð um 115.000 tæki á síðuna og verið er að skrá inn 80.000 til viðbótar á heimsvísu.

„Þú getur farið inn á þessa síðu og séð hvaða staðir eru með stuðtæki. Til dæmis ef þú ert að velja þér hótel, hvar sem er í heiminum, þá geturðu séð hvaða hótel er með tæki,“ segir Ólafur.

„Skyndihjálparfólk getur líka skráð sig þarna inn. Það er best að hlaða niður appi frá þeim í símann sinn sem heitir Cisali. Þá er hægt að sjá hvar næsta stuðtæki er í nágrenni við þig. Við erum búin að skrá þarna inn rúmlega 700 tæki á Íslandi. En við hvetjum fólk til að skrá inn tækin sín. Vilji er fyrir því hjá Skyndihjálparráði að þetta verði hið opinbera app á Íslandi fyrir stuðtæki.“

HJARTAHEILL stendur nú að söfnun til fjármögnunar á fræðslu- og forvarnarverkefnum í málefnum endurlífgunar.
HJARTAHEILL leitar til almennings og fyrirtækja í landinu um stuðning við þessi verkefni sín.

Stuðning þinn getur þú veitt:
Með greiðslu í heimabanka, kr. 3.500 eða meira eða minna.
Með millifærslu á reikning: 0513 26 1600, Kennitalan er: 511083 0369.
Með hringingu í síma 903 7100 styrkir þú verkefnið um 3.500 kr.
Með því að greiða valkröfur í heimabanka.