Börnin bjarga

Börnin bjarga
Börnin bjarga
Æfingadúkkan sem safnað var fyrir og er notuð til að þjálfa börn í grunnskólum í viðbrögðum við hjartastoppi

Verkefnið Börnin bjarga snýst um að innleiða með markvissum hætti kennslu í endurlífgun í alla grunnskóla landsins, með áherslu á rétt viðbrögð við hjartastoppi. Hjartaheill styður þetta verkefni af heilum hug. Börnin bjarga var ýtt úr vör af Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu (ÞÍH) árið 2019, í samráði við Embættlandlæknis og Endurlífgunarráð Íslands, stutt af frjálsum félagasamtökum.

Forsenda þess að hægt væri að innleiða verkefnið var að æfingadúkkur væru tiltækar öllum skólahjúkrunarfræðingum landsins svo kennsla í endur- lífgun geti farið fram í skólunum með viðunandi hætti.

Styrkja var leitað og Hjartaheill brást vel við og studdi þetta mikilvæga og þarfa verkefni til kaupa á æfinga- dúkkum. Með því að efla kennslu í endurlífgun og fræðslu þar um má auka lífslíkur þeirra sem fara í hjartastopp til muna. Hjartaheill er því stoltur styrktaraðili Börnin bjarga.

 

 

HJARTAHEILL stendur nú að söfnun til fjármögnunar á fræðslu- og forvarnarverkefnum í málefnum endurlífgunar.
HJARTAHEILL leitar til almennings og fyrirtækja í landinu um stuðning við þessi verkefni sín.
Stuðning þinn getur þú veitt:
Með greiðslu í heimabanka, kr. 3.500 eða meira eða minna.
Með millifærslu á reikning: 0513 26 1600, Kennitalan er: 511083 0369.
Með hringingu í síma 903 7100 styrkir þú verkefnið um 3.500 kr.