Mara­dona lát­inn

Mara­dona lát­inn
Mara­dona í upp­hafi úr­slita­leiks HM 1986 í Mexí­kó. Arg­entína vann Vest­ur-Þýska­land með þrem­ur mörk­um gegn tveim­ur. AFP
Mara­dona í upp­hafi úr­slita­leiks HM 1986 í Mexí­kó. Arg­entína vann Vest­ur-Þýska­land með þrem­ur mörk­um gegn tveim­ur. AFP

Diego Arm­ando Mara­dona er lát­inn. Arg­entínski fjöl­miðil­inn Cla­rín grein­ir frá. Hann lést í bæn­um Tigre úr hjarta­áfalli að því er talið. Hann hef­ur haft hægt um sig und­an­farið og haldið til á heim­ili sínu í Tigre eft­ir heila­sk­urðaðgerð sem hann gekkst und­ir ný­verið.

Mara­dona var einn dáðasti knatt­spyrnumaður allra tíma og lék hann meðal ann­ars með Na­poli á Ítal­íu, Barcelona á Spáni og Boca Juni­ors í Arg­entínu.

Hann vann meðal ann­ars HM í knatt­spyrnu 1986 með arg­entínska landsliðinu, Evr­ópu­deild­ina og ít­ölsku efstu deild­ina með Na­poli, spænska bik­ar­inn og spænsku deild­ina með Barcelona svo aðeins sé imprað á ör­fáu sem þessi magnaði leikmaður af­rekaði um æv­ina.

Glæst­ur fer­ill

Mara­dona var fædd­ist þann 30. októ­ber 1960 í bæn­um Lanús í útjaðri Bu­enos Aires og var hann því nýorðinn sex­tug­ur. Hann hóf at­vinnu­manna­fer­il sinn hjá liðinu Arg­ent­in­os Juni­ors árið 1976, fór því næst til Boca Juni­ors árið 1981 og þaðan til Barcelona ári síðar.

Hjá Barcelona varð Mara­dona heimsþekkt­ur og keppti hann fyrst fyr­ir hönd Arg­entínu í heims­meist­ara­keppni sama ár og hann gekk til liðsins, 1982. Það var svo árið 1984 sem hann gekk til liðs við Na­poli á Ítal­íu og var hann þar til árs­ins 1991, þegar hann gekk í raðir Sevilla á Spáni.

Eft­ir að hafa spilað með arg­entínska liðinu Newell’s Old Boys sneri Mara­dona svo aft­ur til Boca Juni­ors þar sem hann spilaði þar til hann sett­ist í helg­an stein árið 1997. Hann spilaði 491 keppn­is­leik á ferl­in­um með fé­lagsliðum og skoraði í þeim 259 mörk

Tók þátt í fót­bolta til hinstu stund­ar

Mara­dona var ekki ein­ung­is snill­ing­ur inn á vell­in­um held­ur einnig utan vall­ar. Hann náði markverðum ár­angri sem þjálf­ari bæði lands- og fé­lagsliða. AFP
Mara­dona var ekki ein­ung­is snill­ing­ur inn á vell­in­um held­ur einnig utan vall­ar. Hann náði markverðum ár­angri sem þjálf­ari bæði lands- og fé­lagsliða. AFP

Mara­dona var ekki ein­ung­is goðsagna­kennd­ur leikmaður held­ur líka far­sæll þjálf­ari. Hann hóf þjálf­ara­fer­il sinn árið 1994 með liðinu Textil Mandiyú áður en hann þjálfaði svo fleiri lið inn­an Arg­entínu. Þjálf­ara­fer­ill Mara­dona náði svo há­marki árin 2008 til 2010 þegar hann þjálfaði landslið Arg­entínu. Arg­entína hafnaði í fimmta sæti heims­meist­ara­keppn­inn­ar und­ir stjórn Mara­dona í Suður-Afr­íku árið 2010.

Mara­dona þjálfaði arg­entínska liðið Gimnasia de la Plata til frá ár­inu 2019 til dauðadags.

Lit­ríkt einka­líf

Þrátt fyr­ir að vera þekkt­ast­ur fyr­ir snilli sína inni á vell­in­um var Mara­dona einnig þekkt­ur fyr­ir það sem hann gerði utan vall­ar. Allt frá ár­inu 1981 var kókaín­fíkn Mara­dona vel þekkt vanda­mál. Í gegn­um mest­all­an leik­manna­fer­il sinn glímdi Mara­dona við eit­ur­lyfjafíkn sem hann losnaði ekki við fyrr en á efri árum.

Þá var Mara­dona þekkt­ur fyr­ir að viðra sín­ar póli­tísku skoðanir við hvern þann sem heyra vildi. Hann var fyrst um sinn stuðnings­maður ný­frjáls­hyggju­manns­ins Car­los Menem á meðan hann sat á for­seta­stóli í Arg­entínu áður en Mara­dona sveiflaðist í átt að vinstri væng stjórn­mál­anna.

Mara­dona og Fidel Castro árið 2013. AFP
Mara­dona og Fidel Castro árið 2013. AFP

Hann varð góður vin­ur Fidels Castro, ein­ræðis­herra Kúbu, og studdi Hugo Chavez, for­seta Vensúela. Mara­dona barðist ætíð ný­lendu­hyggju og gagn­rýndi meðal ann­ars Geor­ge Bush yngri, for­seta Banda­ríkj­anna, iðulega.

Morgunblaðið miðvikudaginn 25. nóvember 2020