Gleðilegt GoRed 2021

Ragna

Nýtt ár – ný tækifæri og áskoranir. Á liðnu ár, sem var mjög krefjandi á margan hátt, gáfust tækifæri til að huga að heilsu líkama og sálar og fjölmargir sem gripu tækifærið til lífsstílsbreytingar, en aðrir kannast við að hafa átt stefnumót við það sem margir kjósa að kalla Covid kílóin.

Mest áberandi var þó það hæglæti sem skapaðist eftir að við áttuðum okkur á því hvernig bæri að haga sér gagnvart óútreiknanlegum vágesti. Það má með nokkurri vissu segja að streitustig þjóðar hafi lækkað umtalsvert og margt breyttist, meira að segja brá svo við að innlögnum vegna bráðra hjartatengdra vandamála fækkaði, hvað svo sem í það má ráða.

Enn á ný er kominn febrúar og GoRed vitundarvakning um hjartasjúkdóma kvenna minnir á mikilvægi þess að við séum meðvituð um hjarta­ og æðaheilsuna okkar, hvaða þætti við ráðum við og hvaða þætti síður eða alls ekki.

Ragna
Ragna segir einkenni gáttatifs lúmsk og falin. Því sé mikilvægt að láta rannsaka sig og skoða einkenni sjúkdómsins ofan í kjölinn.

Efni blaðsins að þessu sinni er tvíþætt. Í fyrsta lagi höldum við áfram með efni fyrra árs; um kvilla sem geta komið upp ámeðgöngu Gleðilegt GoRed 2021 og valdið usla síðar á  lífsleiðinni ef ómeðhöndlað; meðgönguháþrýsting og meðgöngusykursýki. Eftirlit með móður og barni ámeðgöngu er gott og þá sérstaklega hugað að konum sem greinast með háþrýsting eða sykursýki ámeðgöngu. Það er staðreynd að konur sem greinast með háþrýsting á meðgöngu þurfa að vera á varðbergi alla ævi og fylgjast vel með blóðþrýstingi sínum. Konur sem greinast með meðgöngusykursýki þurfa að fá skoðun og mælingar eftirmeðgöngu og ef sykurgildi reynast enn há nokkru eftir að meðgöngu lýkur eru þær í aukinni hættu á að greinast með æðasjúkdóma. Eftirfylgni eftirmeðgöngu hefur ekki verið með formlegum hætti, en þeir einu sem hafa valdið í höndum sér eruð þið – konurnar sjálfar. Við blásum ykkur í brjóst að vera forvitnar, meðvitaðar og biðja um eftirlit.

Annað efni blaðsins að þessu sinni er gáttatif; takttruflun sem getur verið væg eða verulega einkennagefandi og leitt til skertra lífsgæða þeirra sem af henni þjást. Fyrir svörum í blaðinu sitja sérfræðingar sem leiða okkur í sannleikann um gáttatif; orsakir, greiningu, meðferð og svo möguleg inngrip.

Að vera meðvitaður um hjartaheilsu sína og taka ábyrgð á henni er ekki átak sem þú ferð í einu sinni á ári eða þegar í nauðirnar rekur – það er lífstíðarverkefni og því lýkur aldrei. Sýnið lit í dag – sýnið árvekni í verki. Klæðist rauðu fyrir hjartað sjálft og munið að við eigum aðeins eitt hjarta.

 

Helga Margrét Skúladóttir, formaður GoRed Ísland
Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri GoRed Ísland

Hér má lesa GoRed blaðið 2021