Portú­galski markvörður­inn er lát­inn

Al­fredo Quint­ana, markvörður portú­galska landsliðsins í hand­knatt­leik og Porto, er lát­inn aðeins 32 ára gam­all.

Porto til­kynnti um and­látið á sam­fé­lags­miðlum í dag.

Portú­galski markvörður­inn er lát­inn
Al­fredo Quint­ana varði mark Portú­gals í leikj­un­um þrem­ur gegn Íslandi í janú­ar. AFP

Eins og mbl.is greindi frá á dög­un­um hneig Quint­ana niður á æf­ingu með Porto í Portúgal. Fékk hann hjarta­stopp og var í lífs­hættu upp frá því.

Al­fredo Quint­ana var vel þekkt­ur hjá ís­lensku hand­bolta­áhuga­fólki enda hafa landslið Íslands og Portú­gals mæst ít­rekað. Liðin mætt­ust þríveg­is í janú­ar. Tví­veg­is í undan­keppni EM. Ann­ars veg­ar í Portúgal og hins veg­ar á Ásvöll­um í Hafnar­f­irði. Þá mætt­ust liðin á HM í Egyptalandi en einnig á EM í Svíþjóð í janú­ar í fyrra.

Quint­ana lék all­an sinn meist­ara­flokks­fer­il með Porto og spannaði sá fer­ill ell­efu ár. Hann lék 56 A-lands­leiki fyr­ir Portúgal og hef­ur átt sinn þátt í því að Portúgal er á meðal tíu bestu landsliða í heimi. Þá er vert að geta þess að Porto er eitt sex­tán liða sem leika í Meist­ara­deild Evr­ópu, sterk­ustu fé­lagsliðakeppni í íþrótt­inni.

mbl.is 26. febrúar 2021