
Heimildarmynd um sjö sjúklinga sem bíða eftir nýju hjarta. Freeman-spítalinn í Newcastle í Bretlandi er framarlega í líffæragjöfum og líffæraígræðslum og er fylgst með störfum helstu sérfræðinganna sem berjast fyrir lífi sjúklinga sinna. Skortur er á líffæragjöfum í landinu og biðin eftir nýju hjarta getur verið löng, í sumum tilfellum of löng. Fræðandi mynd um flókið ferli líffæraígræðslna. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. Ruv 17. mars 2021