
Þegar þú færð þér líf- eða sjúkdómatryggingu hjá VÍS – geturðu styrkt gott málefni í leiðinni. Tryggingarnar virka strax ─ jafnvel þótt þú þurfir aldrei að nota þær. En þær færa þér líka hugarró. Því ef hið óhugsandi gerist, þá munu þau sem treysta á þig, vera fjárhagslega örugg.
Fyrir öruggari framtíð þeirra sem treysta á þig
Enginn býst við því að missa heilsuna vegna alvarlegra veikinda en staðreyndin er þó sú að allir geta lent i þeim aðstæðum.
- Líftrygging tryggir hag þeirra sem treysta á þig. Tryggingarfjárhæðin er greidd út ef þú fellur frá og engu máli skiptir hvort orsökin er slys eða sjúkdómur.
- Sjúkdómatrygging tryggir þér bætur ef þú greinist með einhvern þeirra sjúkdóma sem tryggingin nær yfir.
Þess vegna hafa viðskiptavinir VÍS nú val um að styrkja góð málefni þegar þeir kaupa líf- og sjúkdómatryggingar á netinu. Fyrir hverja milljón, sem viðskiptavinur velur í tryggingarfjárhæð, fara 1.000 krónur til góðgerðarfélagsins. Viðskiptavinir okkar hafa því val um að styrkja gott málefni, þeim að kostnaðarlausu. Styrkurinn kemur frá VÍS.
Valið stendur á milli þriggja góðgerðarfélaga: Krafts, Hjartaheilla og MS-félagsins.