Rúmar 15 milljónir söfnuðust

Rúmar 15 milljónir söfnuðust

Aftast á myndinni: Guðmundur Óskarsson, markaðsstjóri VÍS, og Sveinn G. Þórhallsson frá VÍS. Í miðjuröðinni frá vinstri eru Hjördís Ýrr Skúladóttir, formaður stjórnar MS félagsins, Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla og Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri MS félagsins. Fremst frá vinstri eru Valgerður Hermannsdóttir varaform. Hjartaheilla og svo Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts. Ljósmynd/Aðsend

Und­an­farið ár hafa viðskipta­vin­ir VÍS haft val um að styrkja góðgerðarfé­lög þegar þeir kaupa líf- og sjúk­dóma­trygg­ing­ar á net­inu. Fyr­ir hverja millj­ón, sem viðskipta­vin­ur valdi í trygg­ing­ar­fjár­hæð, fóru 1.000 krón­ur til góðgerðarfé­lags. Styrk­ur­inn kem­ur al­farið frá VÍS.

Valið stóð á milli þriggja góðgerðarfé­laga: Krafts, Hjarta­heilla og MS-fé­lags­ins. Á rúmu ári söfnuðust 15.390.757 krón­ur, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu. Upp­hæðin skipt­ist á eft­ir­far­andi hátt: Kraft­ur fær 7.800.673 kr., Hjarta­heill fær 4.996.184 kr. og MS-fé­lagið fær 2.593.900 kr.

„VÍS styður heims­mark­mið núm­er þrjú sem bein­ir kast­ljós­inu sínu að heilsu og vellíðan. Sér­stök áhersla er lögð á öfl­ug­ar for­varn­ir í nánu sam­starfi við viðskipta­vin­ina. Þess vegna gátu viðskipta­vin­ir VÍS styrkt þessi góðu mál­efni þegar þeir keyptu líf- og sjúk­dóma­trygg­ing­ar á net­inu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Rúmar 15 milljónir söfnuðust
Guðmundur Óskarsson, markaðsstjóri VÍS, Sveinn G. Þórhallsson frá VÍS, Valgerður Hermannsdóttir varaform. Hjartaheilla og Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla. Aðsend mynd.