
Aftast á myndinni: Guðmundur Óskarsson, markaðsstjóri VÍS, og Sveinn G. Þórhallsson frá VÍS. Í miðjuröðinni frá vinstri eru Hjördís Ýrr Skúladóttir, formaður stjórnar MS félagsins, Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla og Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri MS félagsins. Fremst frá vinstri eru Valgerður Hermannsdóttir varaform. Hjartaheilla og svo Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts. Ljósmynd/Aðsend
Undanfarið ár hafa viðskiptavinir VÍS haft val um að styrkja góðgerðarfélög þegar þeir kaupa líf- og sjúkdómatryggingar á netinu. Fyrir hverja milljón, sem viðskiptavinur valdi í tryggingarfjárhæð, fóru 1.000 krónur til góðgerðarfélags. Styrkurinn kemur alfarið frá VÍS.
Valið stóð á milli þriggja góðgerðarfélaga: Krafts, Hjartaheilla og MS-félagsins. Á rúmu ári söfnuðust 15.390.757 krónur, að því er kemur fram í tilkynningu. Upphæðin skiptist á eftirfarandi hátt: Kraftur fær 7.800.673 kr., Hjartaheill fær 4.996.184 kr. og MS-félagið fær 2.593.900 kr.
„VÍS styður heimsmarkmið númer þrjú sem beinir kastljósinu sínu að heilsu og vellíðan. Sérstök áhersla er lögð á öflugar forvarnir í nánu samstarfi við viðskiptavinina. Þess vegna gátu viðskiptavinir VÍS styrkt þessi góðu málefni þegar þeir keyptu líf- og sjúkdómatryggingar á netinu,“ segir í tilkynningunni.
