Auður fékk gullmerki Hjartaheilla

afhending merkis

Ákveðið var í stjórn Hjartaheilla að veita Auði Ingvarsdóttur æðsta heiðursmerki samtakanna úr gulli fyrir sjálfsboðastörf hennar í samtökunum.  Auður var einn af stofnendum samtakanna sem hétu þá Landssamband hjartasjúklinga. Fólk fer í sjálfboðaliðastörf af ýmsum ástæðum. Mörgum finnst starfið áhugavert og gefandi, aðrir vilja láta gott leiða af sér. Sjálfboðaliðastarf getur nefnilega verið lærdómsríkt og þroskandi. Hjartaheill hefur treyst á sjálfboðaliða í sínum röðum frá stofnun samtakanna.  Við höfum í því sambandi verið heppinn að fengið í raðir okkar virka þátttakendur sem hafa mótað umhverfi sitt og samfélagið okkar.  Það ber að þakka. Þegar afhending merkisins átti að fara fram átti Auður ekki kost að mæta á athöfnina. 

Föstudaginn 20 ágúst, sl. tóku börn Auðar, þau Jón Egilsson og Sveinbjörg Egilsdóttir við heiðursmerkinu og skila því til staðfestingar fyrir hönd móður sinnar.

afhending heiðursmerki
Á myndinni eru frá vinstri Jón Egilsson, Sveibjörg Egilsdóttir og Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla við afhendingu merkisins.