Hjartagangan 24. september

Laugardaginn 24. september verður Hjartagangan og er lagt af stað frá Kópavogsvelli kl. 10:00, gengið verður um nágrennið og endað við upphafsstað.

Á sama tíma og frá sama stað verður Hjartadagshlaupið ræst.

Dagskrá:
09:00 Tónlist fer í gang á vellinum
09:40 Forsetinn mætir
09:45 Upphitun – stjórnandi Arnar Pétursson íþróttamaður Kópavogs 2021
09:55 Ávarp Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs
10:00 Hlaupið ræst

Hjartagangan ræst í kjölfarið