Hleypur 10 x 7 km. á 70 ára afmælisdaginn og safnar áheitum

Þann 2. febrúar næstkomandi mun Sigmundur Stefánsson og hlaupahópurinn Frískir Flóamenn efna til áheitahlaups þar sem Sigmundur ætlar að hlaupa 70 km í tilefni af 70 ára afmæli sínu sem ber upp á þann sama dag og hefur verið ákveðið að hafa þetta áheitahlaup til styrktar Hjartaheill og/eða Krabbameinsfélagi Árnessýslu. Með þessu hlaupi vilja Sigmundur og Frískir Flóamenn vekja athygli á mikilvægi hreyfingar og þá sérstaklega þegar áföll og veikindi hafa herjað á og að hægt sé að viðhalda þeim lífsstíl sem hvert og eitt hefur tileinkað sér, þrátt fyrir mótlæti, en Sigmundur hefur bæði fengið hjartaáfall og greindur með krabbamein.

Sjá frekari umfjöllun um Sigmund hér á dfs.is

Hægt er að heita á Sigmund til styrktar Hjartaheill með því að smella hér

Facebook síða Frískra Flóamanna er hér