Hjartadagshlaupið 23. september

Hjartadagshlaupið verður haldið laugardaginn 23. september í tilefni af alþjóðlega hjartadeginum.
Sú staðreynd að 20 milljónir hafi látist á síðasta ári úr hjarta-og æðasjúkdómum en að koma hafi mátt í veg fyrir 80% þeirra dauðsfalla er sláandi.
Við hlaupum til að minna á eina aðaldánarorsökina sem almennt er lítið talað um.
Vertu með og minntu þig, ættingja og vini á að passa þetta eina hjarta sem við eigum.
Skráning í hlaupið er hér: https://netskraning.is/hjartadagshlaupid/